Fræðsla
Magni_Mohr

Fitness þjálfun knattspyrnumanna - endurmenntunarnámskeið

Verður haldið 27. - 28. október

7.5.2012

Helgina 27.-28. október verður haldið endurmenntunarnámskeið í Fitness þjálfun fyrir knattspyrnumenn. Hingað til lands kemur Magni Mohr, doktor í íþróttalífeðlisfræði og sérhæfður í þjálfun knattspyrnumanna. Magni hefur unnið við mælingar og leikgreiningu hjá Juventus FC, vann að undirbúningi danska landsliðsins fyrir HM 2002 og starfaði sem sérlegur ráðgjafi hjá Chelsea FC frá árinu 2008 til 2011. Hann hefur einnig kennt á UEFA Pro Licence þjálfaranámskeiðum víðs vegar um Evrópu.

Hér er um frábært tækifæri að ræða fyrir þjálfara þar sem Magni Mohr er í fremstu röð á sínu sviði og mun fara yfir það nýjasta í þessum fræðum.

Magni er doktor í íþróttalífeðlisfræði frá Háskólanum í Kaupmannahöfn. Hann hefur sérhæft sig í fitness þjálfun fyrir knattspyrnumenn og mælingum knattspyrnumanna á hæsta stigi. Hann hefur fengið yfir 70 rannsóknir og greinar í íþróttalífeðlisfræði birtar í vísindatímaritum auk þess sem hann hefur skrifað tvær bækur um þetta málefni. Nú síðast gaf hann út bók um mælingar í knattspyrnu ásamt Jens Bangsbo en sú bók ber heitið Fitness testing in football.

Magni hefur starfað í nokkur ár við rannsóknir hjá Institute of Exercise and Sport Sciences, August Krogh Institute, University of Copenhagen og vinnur nú við rannsóknir hjá háskólanum í Exeter, Englandi.

Námskeiðið er opið öllum UEFA Pro, UEFA A og UEFA B þjálfurum og telur sem endurmenntun á UEFA A og UEFA B þjálfaragráðum. Námskeiðið mun veita 15 tíma í endurmenntun. Námskeiðsgjaldið er 15.000 kr.

Drög að dagskrá má sjá hér fyrir neðan en þess ber þó að geta að dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.

Laugardagurinn 27. október 2012:

9.00-10.30           Physical demands in top class football with main focus on match analysis approaches and the development of individual player demands (physical, technical and tactical). (Bóklegt)

10.45-12.15        Determination of game-load using high-time resolution GPS and accelerometers. (Verklegt)

12.30-13.30        Matarhlé

13.30-15.30        Analysing data from practical (20 min) - and aerobic high intensity training and speed endurance training in football - focus on fitness training with player-specific technical and tactical relevancy. (Bóklegt)

15.45-17.30        Aerobic High Intensity and Speed Endurance Training - team and individual fitness training drills - focus on fitness training with player-specific technical and tactical relevancy. (Verklegt)

17.45-19.15        How to determine training load in football training - the Chelsea approach. (Bóklegt)

Sunnudagurinn 28. október 2012:

9.00-10.30           Fitness testing in football - focus on a test battery covering all areas of physical and technical/physical performance in football. (Bóklegt)

10.45-12.15        Fitness testing in football - focus on a test battery covering all areas of physical and technical/physical performance in football. (Verklegt)

12.30-13.30        Matarhlé

13.30-15.30        Planning fitness training during the season. (Bóklegt)

15.45-17.30        Individual fitness training in football. Demonstrations of individual fitness drills created by match analysis and player profiles. (Verklegt)

17.45-19.15        Summary and discussions about the Icelandic scenario. (Bóklegt)
Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög