Fræðsla

KSÍ V námskeið 13.-15. október 2017 - 26.9.2017

Helgina 13.-15. október verður KSÍ V þjálfaranámskeið haldið í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal. Þátttökurétt hafa allir þjálfara sem lokið hafa KSÍ B þjálfaragráðu og fengu amk 70 stig í skriflega prófinu.

Lesa meira
 

KSÍ I þjálfaranámskeið í október - 26.9.2017

KSÍ mun halda tvö KSÍ I þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í október. Það fyrra verður helgina 13.-15. október og það síðara helgina 20.-22. október.

Lesa meira
 

KSÍ III námskeið haldið í janúar 2018 - 26.9.2017

Vinsamlegast athugið að KSÍ III þjálfaranámskeið sem halda átti í nóvember á þessu ári hefur verið fært aftur til janúar 2018, n.t.t. helgina 5.-7. janúar. Allar dagsetningar á námskeiðum sem nú þegar liggja fyrir má finna hér...

Lesa meira
 

UEFA Pro þjálfaranámskeið í Svíþjóð - 18.9.2017

KSÍ og Knattspyrnusamband Svíþjóðar hafa komist að samkomulagi um að einn íslenskur þjálfari, með KSÍ A þjálfararéttindi, fái að sitja næsta UEFA Pro þjálfaranámskeið Svía. Námskeiðið hefst í janúar 2018.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 á Suðurlandi - 18.9.2017

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fer fram á Selfossi föstudaginn 22. september. Æfingarnar eru fyrir stelpur sem eru fæddar 2003 og 2004. Það er Dean Martin sem fer fyrir verkefninu. 

Lesa meira
 

Hæfileikamótun N1 og KSÍ í Reykjavík - 18.9.2017

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir stelpur og drengi á höfuðborgarsvæðinu verður í Egilshöll laugardaginn 23. september og sunnudaginn 24. september. Eru þetta æfingar fyrir 2003 og 2004 árganga.

Lesa meira
 
Kápan af DVD disknum Tækniskóli KSÍ

Tækniskóli KSÍ gefinn til krakka sem mæta á Ísland-Færeyjar - 16.9.2017

Allir krakkar sem mæta á landsleik Íslands og Færeyja í undankeppni HM 18. September, fá gefins Tækniskóla KSÍ.

Lesa meira
 
ÍR

Knattspyrnudeild ÍR óskar eftir að ráða þjálfara í yngstu flokka deildarinnar - 14.9.2017

Barna og unglingaráð (BUR) Knattspyrnudeildar. ÍR óskar eftir að ráða þjálfara í yngstu flokka deildarinnar. Um er að ræða meðþjálfara hjá 5., 6. og 7. flokkum drengja.

Lesa meira
 

KSÍ I þjálfaranámskeið á Reyðarfirði - 9.9.2017

Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ I þjálfaranámskeið á Reyðarfirði helgina 29. september - 1. október nk. Námskeiðið fer fram í Grunnskóla Reyðarfjarðar og í Fjarðabyggðahöllinni.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 - Vesturland - 8.9.2017

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fer fram á Akranesi sunnudaginn 17 september . Æfingarnar eru fyrir drengi og stúlkur sem eru fædd 2003 og 2004. Það er Dean Martin sem fer fyrir verkefninu. 

Lesa meira
 

Bikarúrslitaráðstefnu aflýst - 7.9.2017

Ráðstefnan sem fyrirhuguð var í tengslum við Bikarúrslitaleik kvenna á laugardaginn hefur verið blásin af. Ástæðan er lítil þátttaka. Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 - Suðurland - 4.9.2017

Hæfileikamótun KSÍ og N1 fer fram í Selfoss föstudaginn 8. sept.  Æfingarnar eru fyrir stráka sem eru fæddir 2003 og 2004. Það er Dean Martin sem fer fyrir verkefninu. 

Lesa meira
 

Samstarfsverkefni KSÍ og Knattspyrnusambands Hong Kong - 4.9.2017

Nýverið komust KSÍ og Knattspyrnusamband Hong Kong að samkomulagi um samstarf sín á milli. Markmið samstarfsins er að víkka sjóndeildarhring beggja þjóða, skiptast á hugmyndum er snúa að þjálfaramenntun og þjálfun ungra leikmanna, aðferðum og innihaldi í þeim efnum og að þjóðirnar aðstoði hvor aðra við þróun fótboltans í löndunum tveimur.

Lesa meira
 

Fótbolti án aðgreiningar / Football without restrictions - 3.9.2017

16. september nk. fer fram alþjóðlegt knattspyrnumót í Egilshöll sem ber yfirskriftina Fótbolti án aðgreiningar / Football without restrictions. Íþróttafélagið Ösp, Íþróttasamband fatlaðra og Knattspyrnusamband Íslands standa að mótinu í sameiningu og eru keppendur bæði fatlaðir og ófatlaðir.

Lesa meira
 

KSÍ I þjálfaranámskeið í september - 1.9.2017

Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ I þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu helgina 22.-24. september.

Lesa meira
 Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög