Fræðsla

Súpufundur um aðferðir Stjörnunnar í þjálfun - 30.11.2016

Þriðjudaginn 6. desember kl. 12.00 mun Þórhallur Siggeirsson, yfirþjálfari yngri flokka Stjörnunnar, halda fyrirlestur í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum. Þórhallur mun fjalla ítarlega um aðferðir Stjörnunnar í þjálfun leikmanna en félagið hefur undanfarin 2 ár unnið markvisst eftir nýrri stefnu. Stefnan er áhugaverð og frábrugðin því sem gengur og gerist í íslensku knattspyrnuumhverfi.

Lesa meira
 

Norðurlandaráðstefna um þjálfaramenntun - 28.11.2016

Í dag, mánudag, hefst Norðurlandaráðstefna um þjálfaramenntun en að þessu sinni er hún haldin hér á landi. Ráðstefnan er haldin á hverju ári en skipst er á að fjalla um þjálfaramenntun og hæfileikamótun.

Lesa meira
 

Námskeið i samstarfi við Dale Carnagie - 15.11.2016

Miðvikudaginn 23. nóvember mun KSÍ í samstarfi við Dale Carnagie bjóða upp á námskeið fyrir þjálfara. Markmið námskeiðsins er að auka færni þjálfara í að tjá sig fyrir framan hóp, hvort sem um er að ræða hóp leikmanna eða foreldra.

Lesa meira
 

Landshlutaæfingar stúlkna á Norðurlandi - 8.11.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í landshlutaæfingum stúlkna á Norðurlandi. Æfingar fara fram undir stjórn Úlfars Hinrikssonar.

Lesa meira
 

Fjölmenni í Markmannsskóla KSÍ - 7.11.2016

Undanfarnar tvær vikur hefur KSÍ haldið úti Markmannsskóla drengja og stúlkna á Akranesi en þetta er í fimmta skipti sem Markmannsskólinn er starfsræktur og öll árin hefur hann verið á Akranesi.

Lesa meira
 

KSÍ II þjálfaranámskeið - 3.11.2016

Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ II þjálfaranámskeið á Akureyri helgina 11.-13. nóvember. Dagskrá námskeiðsins er hér í viðhengi. Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar. Námskeiðsgjald er kr. 19.000,-

Lesa meira
 

KSÍ III þjálfaranámskeið 18.-20. nóvember 2016 - 2.11.2016

Knattspyrnusamband Íslands mun halda 3. stigs þjálfaranámskeið helgina 18.-20. nóvember. Námskeiðið er opið öllum sem lokið hafa við fyrstu tvö stigin, þ.e. KSÍ I og KSÍ II þjálfaranámskeið.

Lesa meira
 

KSÍ VI þjálfaranámskeið í Noregi - 1.11.2016

12.-18. október síðastliðinn fór fram KSÍ VI þjálfaranámskeið í Noregi. Námskeiðið var einstakt að því leiti að einungis kvennkyns þjálfarar voru þátttakendur en UEFA er þessi misserin með aðgerðir til að fjölga konum í þjálfun og var þetta námskeið liður í því verkefni.

Lesa meira
 Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög