Fræðsla

Námskeið um líkamlega þjálfun kvenkyns leikmanna - 28.12.2015

KSÍ heldur námskeið um líkamlega þjálfun kvenkyns leikmanna á Íslandi 8.- 9. janúar 2016. Námskeiðið verður haldið í Kórnum föstudaginn 8. janúar frá 20:00-21:00 og í húsakynnum KSÍ laugardaginn 9. janúar frá 10:00-14:00. Námskeiðsgjald er 5.000 krónur og innifalin er hádegisverður á laugardeginum. Þjálfarar í 11 manna bolta kvenna eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Lesa meira
 

Landsliðsþjálfari U17 karla með æfingar á Hólmavík - 17.12.2015

Halldór Björnsson, landsliðsþjálfari U17 karla, heimsótti Hólmavík á dögunum og leyfði krökkum og unglingum að spreyta sig á æfingu.

Lesa meira
 

KSÍ III þjálfaranámskeið á Akureyri - 15.12.2015

Knattspyrnusamband Íslands mun halda 3. stigs þjálfaranámskeið á Akureyri helgina 15.-17. janúar 2016. Námskeiðið er opið öllum sem lokið hafa við fyrstu tvö stigin, þ.e. KSÍ I og KSÍ II þjálfaranámskeið.

Lesa meira
 

Hádegisfundur um hagræðingu úrslita í íþróttum - 10.12.2015

Næstkomandi þriðjudag 15. desember mun ÍSÍ standa fyrir hádegisfundi um hagræðingu úrslita í íþróttum sem í dag er talin vera ein mesta ógn sem íþróttirnar standa andspænis á heimsvísu.  Hádegisfundurinn fer fram í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og hefst kl.12 og stendur í um klukkustund.

Lesa meira
 

Námskeið um gerð æfingaáætlana - 3.12.2015

KSÍ mun halda námskeið í gerð æfingaáætlana laugardaginn 12. desember. Heiti námskeiðsins er þrepaskipt þjálfun innan mismunandi tímabila í knattspyrnu.

Lesa meira
 

Kynningarfundur á starfi U17 og U19 landsliða - 2.12.2015

Miðvikudaginn 2. desember munu landsliðaþjálfarar U17 og U19 karla og kvenna halda kynningarfund á starfi liðanna. Fundurinn verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum.

Lesa meira
 Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög