Fræðsla

Ráðstefna UEFA um þjálfaramenntun haldin í Bratislava

Árleg ráðstefna - Lars Lagerbäck á mælendaskrá

28.9.2015

Í liðinni viku fór fram árleg ráðstefna UEFA um knattspyrnuþjálfun og menntun knattspyrnuþjálfara.  Að þessu sinni var Bratislava í Slóvakíu vettvangurinn og voru þar mættir fulltrúar allra 54 aðildarlanda UEFA.  


Frá Íslandi voru fulltrúarnir þrír - Arnar Bill Gunnarsson og Dagur Sveinn Dagbjartsson úr fræðsludeild KSÍ, ásamt öðrum af tveimur þjálfurum A landsliðs karla, Lars Lagerback, sem var á mælendaskrá ráðstefnunnar, þar sem hann fjallaði m.a. um þjálfun íslenska landsliðsins.

Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög