Fræðsla

Hæfileikamót KSÍ og N1 - Stúlkur

Fer fram í Kórnum dagana 19. - 20. september

11.9.2015

Hæfileikamót KSÍ og N1 fer fram í Kórnum í Kópavogi  helgina 19. - 20. september.  Úlfar Hinriksson þjálfari U-17 kvenna og Halldór Björnsson yfirmaður hæfileikamótunar munu sjá um mótið og hér að neðan má sjá nafnalista þeirra leikmanna sem boðaðir eru til leiks.


Undanfarið hefur Halldór Björnsson ferðast um landið með Hæfileikamótun KSÍ og N1 og er þetta mót  framhald af þeirri vinnu.  Um er að ræða leikmenn sem eru í 4. flokki, 13 til 14 ára, og hafa þeir mætt á æfingar og fengið annan fróðleik í gegnum Hæfileikamótun KSÍ og N1.

Dagskrá:
Laugardagur 19.sept.Fundur kl.13:30Leikir kl.16:15 til 21:15Sunnudagur 20.sept.Leikir 13:30 til 18:30
Mæting er í KSÍ Laugardal 19.sept. kl.13:30 þar sem lið og leikjaplan verða tilkynnt.(ATH. leikmenn verða að koma sér upp í Kór eftir fund.)Leikir  hefjast í Kórnum  kl. 16:15, laugardaginn 19. september mæting þar er  kl.16:00. Hópnum er skipt niður í fimm lið, leika allir við alla.  Aðstandendur leikmanna, þjálfarar og aðrir eru velkomnir að koma og fylgjast með leikjunum úr stúkunni í Kórnum.

KSÍ greiðir kostnað við flug leikmanna til Reykjavíkur. Fyrir þá sem þurfa að panta flug með Flugfélagi Íslands, vinsamlegast hafið sambandi við hópadeildina í síma 5703035 til að bóka flug. Athugið að óska eftir ÍSÍ fargjaldi. 

Nánari upplýsingar veitir Halldór Björnsson – halldorb@ksi.is

Hæfileikamótun stúlkna - fylgiskjal og nafnalisti
Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög