Fræðsla

Gylfi_Orrason_Breidablik_HK

Grasrótardagur UEFA og KSÍ 16. maí - 30.3.2012

Þann 16. maí er Grasrótardagur UEFA og KSÍ. Í þeirri viku munu aðildarlönd UEFA og félög innan aðildarlandanna gangast fyrir ýmsum viðburðum þar sem vakin er athygli á starfsemi félaganna.  En hvað er grasrótarknattspyrna? Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Noregs í undankeppni EM, 17. september 2011

Markmannsskóli KSÍ á Akranesi - 28.3.2012

Í ár ætlar Knattspyrnusamband Íslands að bjóða upp á Markmannsskóla KSÍ. Markmannsskólinn verður fyrir stúlkur og drengi í 4. aldurflokki og verður með svipuðu sniði og Knattspyrnuskóli KSÍ.

Lesa meira
 
IMG_4826

Nemar úr Grundarskóla í starfskynningu - 27.3.2012

Albert Hafsteinsson, Daníel Þór Heimisson og Tryggvi Hrafn Haraldsson, nemendur 10. bekkjar Grundaskóla á Akranesi komu í starfskynningu hjá okkur, þriðjudaginn 27. mars. Þeir kynntu sér starfssemi knattspyrnusambandsins frá öllum hliðum. Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Súpufundur KSÍ verður haldinn í hádeginu föstudaginn 30. mars - 26.3.2012

Næsti súpufundur KSÍ verður haldinn föstudaginn 30. marsklukkan 12:15 á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ við Laugardalsvöll.   Að þessu sinni mun Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSÍ, fjalla um fæðingardagsáhrif í knattspyrnu.  Lesa meira
 
003

Börn af leikskólanum Garðaborg í heimsókn hjá KSÍ - 23.3.2012

Þau voru eldhress og áhugasöm, börnin af leikskólanum Garðaborg í Fossvoginum í Reykjavík, sem heimsóttu KSÍ í dag. Þeim fannst mest spennandi að sjá alla þessa landsliðsbúninga sem veggirnir eru skreyttir með. Auðvitað voru svo allir leystir út með gjöfum.

Lesa meira
 
Beinmaeling

Glærur frá fyrirlestri um sjúkrakostnað - 22.3.2012

Í gær fór fram í höfuðstöðvum KSÍ, fyrirlestur er bar yfirskriftina "Sjúkrakostnaður íþróttafélaga: Leiðbeiningar um endurgreiðslu sjúkrakostnaðar hjá ÍSÍ og SÍ" og var það Svavar Jósefsson sem var fyrirlesari.  Það voru 30 manns sem sóttu fundinn frá 22 félögum

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tveir nemar úr Háskóla Íslands í vettvangsnámi hjá KSÍ - 20.3.2012

Þær Ellen Agata Jónsdóttir og Þórunn Þrastardóttir eru þessa dagana í vettvangsnámi hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Þær stunda nám í Tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands og eru á 2. ári. Lesa meira
 
Hamar

Hamar óskar eftir þjálfurum - 19.3.2012

Knattspyrnudeild Hamars í Hveragerði auglýsir eftir knattspyrnuþjálfara fyrir 1 – 2 yngri flokka deildarinnar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Þessa dagana er æft innahúss í íþróttahúsi bæjarins, en í vor færast allar æfingar út á gras-æfingasvæði.

Lesa meira
 
Völsungur

Athygliverð rannsókn tengd vímuvarnasamningi hjá Völsungi - 16.3.2012

KSÍ vill vekja athygli á rannsókn sem gerð var á síðasta ári er tengist vímuvarnarsamningi sem Völsungur gerði við sína iðkendur og hefur verið í gangi frá árinu 2004. Rannsóknin var unnin af Kjartani Páli Þórarinssyni.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Sjúkrakostnaður íþróttafélaga og umsóknir um endurgreiðslu - 14.3.2012

Miðvikudaginn 21. mars milli kl. 13 og 15 býður KSÍ upp á fyrirlesturinn Sjúkrakostnaður íþróttafélaga: Leiðbeiningar um endurgreiðslu sjúkrakostnaðar hjá ÍSÍ og SÍ. Fyrirlesturinn verður haldinn í húsakynnum KSÍ. Forsvarsmönnum allra knattspyrnudeilda landsins er boðið og er áhersla lögð á að framkvæmdastjórar eða aðrir sem sinna umsóknum um endurgreiðslu sjúkrakostnaðar sæki fyrirlesturinn. Lesa meira
 
Íþróttabókin

„Íþróttabókin - ÍSÍ saga og samfélag í 100 ár” - 8.3.2012

Í tilefni af 100 ára afmæli ÍSÍ gaf Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands út bók sem ber heitið „Íþróttabókin - ÍSÍ saga og samfélag í 100 ár”. Með útgáfu hennar er leitast við að geyma í senn sögu sambandsins og merka atburði í íslensku íþróttalífi. Lesa meira
 Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög