Fræðsla

Friðarmerki á degi án ofbeldis (Anton Brink Hansen, Fréttablaðið)

2. október – Dagur án ofbeldis - 26.9.2011

Þann 2. október næstkomandi er fagnað degi baráttu fyrir tilveru án ofbeldis.  Ofbeldi er grundvallarvandamál okkar tíma.  Til að sýna samhug á táknrænan hátt verður mannlegt friðarmerki myndað á Klambratúni í Reykjavík þann 2. október kl. 20:00. Lesa meira
 
HK

HK auglýsir eftir þjálfara fyrir 3. flokk karla - 20.9.2011

Knattspyrnudeild HK óskar eftir því að ráða þjálfara fyrir 3. flokk karla starfsárið 2011-2012.  Óskað er eftir þjálfara með góða menntun og reynslu.

Lesa meira
 
Þjálfarar að störfum

KSÍ V þjálfaranámskeið haldið 7. - 9. október - 16.9.2011

Helgina 7. - 9. október mun Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir 5. stigs þjálfaranámskeiði í höfuðstöðvum KSÍ. Þátttökurétt á námskeiðið hafa allir þeir þjálfarar sem eru með KSÍ B þjálfaragráðu og fengu a.m.k. 70 af 100 í KSÍ B prófinu (UEFA B prófinu). Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ I þjálfaranámskeið í október - 16.9.2011

Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ I þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í október, tvö helgina 14.-16. október og eitt helgina 21.-23. október. Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði sem þýðir 70 laus pláss helgina 14.-16. október og 35 laus pláss helgina 21.-23. október. Áhugasamir eru því hvattir til að skrá sig tímanlega.

Lesa meira
 
Grótta

Grótta óskar eftir þjálfurum fyrir yngri flokka kvenna - 9.9.2011

Knattspyrnudeild Gróttu óskar eftir að ráða þjálfara fyrir yngri flokka kvenna. Kvenþjálfarar eru sérstaklega hvattir til þess að sækja um.

Lesa meira
 
Stjarnan

Þjálfara vantar fyrir 2.flokk og 3.flokk kvenna hjá Stjörnunni - 8.9.2011

Stjarnan leitar eftir þjálfara fyrir 2.fl.kvk og 3.fl.kvk fyrir næsta tímabil. Hugsanlegt er að ráðið verði í sitthvorn flokkinn en áhugi er fyrir því að sami aðili sé með báða flokka.

Lesa meira
 
Fylkir

Fylkir auglýsir eftir þjálfurum - 7.9.2011

Knattspyrnudeild Fylkis leitar að þjálfurum fyrir yngri flokka félagsins á komandi tímabil.  Áhugasömum er bent á að vera í sambandi við íþróttafulltrúa Fylkis Hörð Guðjónsson með því að senda tölvupóst á netfangið hordur@fylkir.com eða með því að hringja í síma 571-5604. Lesa meira
 Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög