Fræðsla

Frá útskrift KSÍ A þjálfara 4. júní 2011

Hvað kostar að taka þjálfaragráðu á Norðurlöndunum? - 10.6.2011

Nú á dögunum útskrifaði KSÍ 35 þjálfara með KSÍ A gráðu sem ber vott um þann mikla metnað sem þjálfarar hafa hér á landi.  Fræðsludeildin hefur gert samanburð kostnaði við að taka þessar þjálfaragráður og leitaði upplýsinga hjá hinum Norðurlandaþjóðunum.  Það kom í ljós að það er ódýrast að taka þessar gráður hér á Íslandi.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Upplýsingar um þjálfaranámskeið hjá KSÍ í haust - 10.6.2011

Hér að neðan má sjá upplýsingar um dagsetningar á þjálfaranámskeiðum síðar á þessu ári en fyrsta þjálfaranámskeiðið í haust hefst 7. október.  Einnig er að finna verð á þessi námskeið.

Lesa meira
 
IMG_0370

Afhending Tækniskóla KSÍ - Myndir frá félögum - 9.6.2011

Tækniskóli KSÍ hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur og hafa um 16.000 diskar verið afhentir til iðkenda 16 ára og yngri.  Landsliðsmenn og konur hafa mætt til félaganna og afhent diskana og einnig hafa landsliðsþjálfarar tekið þátt í því verkefni.

Lesa meira
 
Frá útskrift KSÍ A þjálfara 4. júní 2011

KSÍ útskrifar 35 KSÍ A þjálfara - 8.6.2011

Síðastliðinn laugardag útskrifaði KSÍ 35 þjálfara með KSÍ A þjálfaragráðuna.  Geir Þorsteinsson formaður KSÍ afhendi þjálfurunum skírteinin sín við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum KSÍ fyrir landsleik Íslands og Danmerkur.   

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Knattspyrnuskóli stúlkna á Laugarvatni 14. - 18. júní - 7.6.2011

Knattspyrnuskóli stúlkna á Laugarvatni árið 2011 fer fram dagana 14. - 18. júní næstkomandi.  Skólinn verður með hefðbundnu sniði en þátttakendur í ár eru fæddir árið 1997.  Ganga þarf frá greiðslu fyrir dvölina fyrir brottför.  Kostnaður er kr. 16.000 fyrir hvern þátttakanda.

Lesa meira
 
Upprennandi knattspyrnukonur úr Aftureldingu með Tækniskóla KSÍ

Yfir 15.000 diskar af Tækniskóla KSÍ afhentir - 3.6.2011

Búið er að dreifa yfir 15.000 eintökum af DVD disknum Tækniskóli KSÍ en disknum er dreift á alla iðkendur í gegnum aðildarfélögin.  Búist er við að dreifingu ljúki í næstu viku en yfir 50 félög hafa þegar dreift disknum á sína iðkendur.

Lesa meira
 Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög