Fræðsla
John Peacock, fyrrum yfirmaður knattspyrnuakademíu Derby County, mun kenna á KSÍ VI í Lilleshall

KSÍ VI þjálfaranámskeið - Drög að dagskrá

Haldið í Wokefield Park, Englandi 9. - 16. janúar 2011

3.1.2011

Lokadagskrá þjálfaranámskeiðsins KSÍ VI er tilbúin og má sjá hér að neðan ásamt lista yfir þátttakendur.  Óhætt er að segja að námskeiðið mjög metnaðarfullt með mörgum frábærum innlendum og erlendum fyrirlesurum.

Við fáum aðgang að framkvæmdastjóra Reading (Brian McDermott) og einnig Akademíustjóra Reading (Eamonn Dolan) og fáum að spyrja tvo margreynda atvinnumenn og A-landsliðs leikmenn hjá Reading (Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson) um það sem við viljum fræðast um. 

Þá verður fyrirlestur frá þjálfara Evrópumeistara Englands í U-17 ára landsliði karla árið 2010 (John Peacock), sem er jafnframt yfirmaður Pro licence námskeiðs enska knattspyrnusambandsins.  Við fáum áhugaverðan fyrirlestur frá Ólafi Kristjánssyni þjálfara Íslandsmeistaraliðs Breiðabliks um uppbyggingu hans á þessu yngsta Íslandsmeistaraliði í áratugi.  Einnig leikgreinum við leik í ensku úrvalsdeildinni og þannig mætti lengi telja áfram.  Ætlunin er að Howard Wilkinson geri gæðaúttekt á námskeiðinu fyrir hönd UEFA og hann mun vonandi halda fyrirlestur á námskeiðinu einnig. 

KSÍ VI námskeiðið er skipað 28 þátttakendum (valið úr hópi 60 umsækjenda) sem koma frá 20 félögum, 4 kennurum frá KSÍ og 1 fararstjóra.  Að auki er fjölmargir erlendir fyrirlesarar í fremstu röð. 

Hér að neðan má sjá ítarlega dagskrá ásamt lista yfir þátttakendur. 

KSÍ VI í Englandi 9. - 16. janúar

 
Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög