Fræðsla

KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

KSÍ heldur ráðstefnu um þjálfun barna 12. nóvember - 25.10.2010

KSÍ mun halda ráðstefnu um þjálfun barna föstudaginn 12. nóvember næstkomandi.  Aðalfyrirlesari verður Ian Bateman tækniþjálfari frá enska knattspyrnusambandinu.  Ian mun verða með bóklegan fyrirlestur og verklegar æfingar.  Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis og öllum opin.

Lesa meira
 
Fjarðabyggðarhöllin

KSÍ I þjálfaranámskeið á Reyðarfirði í nóvember - 21.10.2010

Knattspyrnusamband Íslands mun halda 1. stigs þjálfaranámskeið á Reyðarfirði helgina 5. - 7. nóvember 2010.  Bókleg kennsla fer fram í Grunnskóla Reyðarfjarðar og verkleg kennsla í Fjarðabyggðarhöllinni.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ III þjálfaranámskeið 29. - 31. október - 19.10.2010

Helgina 29.-31. október heldur Knattspyrnusamband Íslands 3. stigs þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu.  Námskeiðið er opið öllum þeim sem eru með 2. stigs þjálfararéttindi. Námskeiðsgjaldið er 22.000 kr. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ II þjálfaranámskeið um komandi helgi - 19.10.2010

Knattspyrnusamband Íslands mun um næstu helgi, 22.-24. október, halda KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu. Þátttökurétt hafa allir sem hafa 1. stigs þjálfararéttindi.

Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands 40 ára - 18.10.2010

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands verðu 40 ára 13. nóvember næstkomandi. Að því tilefni stendur KÞÍ fyrir glæsilegri afmælisráðstefnu í höfuðstöðvum KSÍ og síðar um daginn verður afmælishátíð KÞÍ á sama stað.  Lesa meira
 
Frá afhendingu knattþrautaverðlauna

Krakkarnir fengu afhentar knattþrautaviðurkenningar - 15.10.2010

Það voru svo sannarlega margir krakkar sem stóðu sig frábærlega í knattþrautunum í sumar og var frábært að fylgjast með.  Þau sem þóttu standa sig best hjá hverju félagi fékk sérstaka viðurkenningu og var boðið á landsleik á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 
bolti_i_marki

Kynning á Prozone - 14.10.2010

Á morgun, föstudag, verður hér á landi aðili frá Prozone fyrirtækinu og hyggst halda kynningu fyrir Knattspyrnusamband Íslands.  Fyrirtækið er með lausn fyrir félög og landslið þar sem hægt er að notast við upptökur með einni myndavél.

Lesa meira
 
Frá vinstri: Kristinn Ólafsson, Haukur Már Ólafsson og Hrannar Leifsson

Nemar í vettvangsnámi hjá KSÍ - 14.10.2010

Nú í október eru þrír íþróttafræðinemar í vettvangsnámi hjá Knattspyrnusambandi Íslands og hefur Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri umsjón með þeim á meðan þeir eru hér. Nemendurnir heita Haukur Már Ólafsson, Hrannar Leifsson og Kristinn Ólafsson og stunda þeir nám í Háskóla Íslands á Laugarvatni. 

Lesa meira
 
Starfsfólk KSÍ skartaði bleikum litum á bleika daginn

Starfsfólk KSÍ skartaði bleikum litum - 8.10.2010

Eins og flestum ætti að vera kunnugt um er föstudagurinn 8. október sérstakur Bleikur dagur, þar sem fólk er hvatt til að klæðast bleiku og vekja þannig athygli á baráttunni gegn brjóstakrabbameini.  Starfsfólk KSÍ lét sitt ekki eftir liggja í þessu og skartaði fagurbleikum fatnaði við dagleg störf. Lesa meira
 
Bjössi Gunn liðsstjóri A landsliðs karla með bleiku vestin

Bleik vesti á æfingu karlalandsliðsins - 8.10.2010

A landslið karla kom saman í dag á fyrstu æfingunni fyrir leikinn við Portúgal á þriðjudag.  Í dag, föstudag, er sérstakur bleikur dagur í tengslum við átakið Bleika slaufan og að sjálfsögðu voru vestin á æfingu landsliðsins í bleikum lit! Lesa meira
 
Arna og Ragnheiður Elíasdóttir starfsmaður KSÍ eru miklir félagar

Arna Ýr aðstoðar á skrifstofu KSÍ - 7.10.2010

Arna Ýr Jónsdóttir er nemandi á starfsbraut í FB og hefur mikinn áhuga á fótbolta.  Starfsnámið er verklegt nám fyrir nemendur með sérþarfir sem lokið hafa grunnskólanámi og tengist hinum ýmsu námsgreinum brautarinnar.  Hluti af náminu er að taka þátt í starfi á vinnustöðum og er Arna að aðstoða á skrifstofu KSÍ. Lesa meira
 
Bleika slaufan 2010

Bleika slaufan í 11. skiptið - 5.10.2010

Eins og glöggir lesendur heimasíðu KSÍ hafa tekið eftir, og jafnvel nokkrir fleiri, hefur forsíðan aðeins breytt um lit. Bleikur litur ræður þar nú ríkjum en ástæðan er sú að vekja athygli á bleiku slaufunni sem er nú í sölu.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ II þjálfaranámskeið á næstu vikum - 5.10.2010

Knattspyrnusamband Íslands mun á næstu vikum halda tvö KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu. Annars vegar er um að ræða námskeið sem haldið verður helgina 15.-17. október og hins vegar 22.-24. október.  Þátttökurétt hafa allir þeir sem hafa 1. stigs þjálfararéttindi.

Lesa meira
 
Þátttakendur á KSÍ VI í Lilleshall í janúar 2009

KSÍ VI þjálfaranámskeið í Englandi í janúar 2011 - 1.10.2010

KSÍ heldur VI. stigs þjálfaranámskeið í Wokefield Park, Englandi dagana 9.-16. janúar 2011.  Reiknað er með að fleiri þjálfarar sæki um námskeiðið en hægt er að taka inn.   Umsækjendur verða að hafa lokið KSÍ V þjálfaranámskeiði eða verða að taka KSÍ V þjálfaranámskeið sem haldið verður helgina 5.-7. nóvember á þessu ári.

Lesa meira
 Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög