Fræðsla

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Styrkur úr Afrekssjóði ÍSÍ - 29.1.2010

Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands samþykkti í gær tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ og Styrktarsjóðs ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna um úthlutun fyrir árið 2010.

Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Fyrirlestur hjá Íþrótta- og Ólympíusambandinu á fimmtudag - 27.1.2010

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands býður upp á fræðilegan fyrirlestur á hádegisfundi fimmtudaginn 28. janúar næstkomandi frá kl. 12.00 - 13.00 í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal.

Lesa meira
 
Vidir

Unglingadómaranámskeið hjá Víði í Víðishúsinu í Garðinum - 27.1.2010

Unglingadómaranámskeið hjá Víði verður haldið í Víðishúsinu  fimmtudaginn 4. febrúar   kl. 18:00.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
UEFA

Íslensk kvennaknattspyrna kynnt á UEFA ráðstefnu - 27.1.2010

Í gærkvöldi hófst hér á landi ráðstefna á vegum UEFA þar sem íslensk kvennaknattspyrna er kynnt fyrir hópum frá Austurríki, Færeyjum og Portúgal.  Ráðstefnan er hluti af verkefni UEFA þar sem kallast "UEFA Study Group Scheme" Lesa meira
 
Haítí

Söfnunarsími til hjálpar Haítí - 901 5015 - 25.1.2010

Opnaður hefur verið söfnunarsími til hjálpar bágstöddum á Haítí, en eins og öllum er kunnugt um hafa miklar hörmungar gengið þar yfir.  KSÍ vekur hér með athygli á þessum söfnunarsíma, sem er 901-5015, en það eru Húmanistar sem standa að þessu verkefni.

Lesa meira
 
Fjölnir

Unglingadómaranámskeið hjá Fjölni í Dalhúsum - 14.1.2010

Unglingadómaranámskeið hjá Fjölni verður haldið í Dalhúsum  miðvikudaginn 20. janúar   kl. 18:00.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson sprettir úr spori á meðan kollegar hans fylgjast með

Dómararnir á fullu á æfingum - 13.1.2010

Dómararnir okkar sem dæma í landsdeildunum hafa verið á fullu á æfingum frá því í nóvember á síðasta ári og er hvergi slakað á.  Fréttastofa Stöðvar 2 kíkti á æfingar hjá dómurunum, bæði síðasta vor og svo nú fyrr í vetur. 

Lesa meira
 
Frá afhendingu grasrótarverðlauna KSÍ og UEFA 2009

Frá afhendingu grasrótarverðlauna - 13.1.2010

Í gær fengu Breiðablik, Fjarðabyggð/Leiknir og KR afhent grasrótarverðlaun KSÍ og UEFA og um leið vakin athygli á mikilvægi grasrótarstarfs félaganna.  Heimasíðan hitti fulltrúa félaganna á vettvangi en það var hinn lagvissi Dagur Sveinn Dagbjartsson sem tók viðtölin.

Lesa meira
 
Frá afhendingu grasrótarverðlauna KSÍ og UEFA

Þrjú félög fengu grasrótarverðlaun KSÍ og UEFA fyrir árið 2009 - 12.1.2010

Í dag voru afhent grasrótarverðlaun KSÍ og UEFA og var athöfnin haldin í höfuðstöðvum KSÍ.  Þrjú félög fengu viðurkenningar að þessu sinni en veittar eru viðurkenningar í nokkrum grasrótarflokkum.  Breiðablik, Fjarðabyggð/Leiknir og KR fengu grasrótarviðurkenningar að þessu sinni.

Lesa meira
 
Borði Heimsgöngunnar borinn á undan liðnum

Stofnskrá Heimsgöngu í þágu friðar og tilveru án ofbeldis - 12.1.2010

KSÍ tók virkan þátt í verkefninu "Heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis" á árinu sem leið.  Markmið Heimsgöngunnar er að skapa vitundarvakningu sem hafnar öllu ofbeldi hvernig sem það birtist.

Lesa meira
 
UEFA

Grasrótardagur UEFA verður 19. maí - 12.1.2010

Framkvæmdastjórn UEFA hefur ákveðið að sérstakur grasrótardagur UEFA verði haldinn þann 19. maí næstkomandi.  UEFA mun þá vekja athygli á grasrótarstarfi í aðildarlöndum sínum í samstarfi við aðildarþjóðirnar og nota til þess "Meistaradeildarvikuna" en leikið verður til úrslita í Meistardeild kvenna 20. maí og Meistaradeild karla 22. maí.

Lesa meira
 
Frá KSÍ III í janúar 2010.  Lengst til vinstri í efri röð má sjá Lars Lagerback

KSÍ III þjálfaranámskeið um næstu helgi - 12.1.2010

Helgina 15.-17. janúar heldur Knattspyrnusamband Íslands 3. stigs þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu. KSÍ hélt slíkt námskeið einnig um síðustu helgi þar sem Lars Lagerback, fyrrverandi A-landsliðsþjálfari Svíþjóðar, heimsótti landann og tók út námskeiðið.

Lesa meira
 
Frá afhendingu grasrótarviðurkenninga KSÍ 2008.

Grasrótarverðlaun KSÍ og UEFA afhent í dag - 12.1.2010

Í dag kl. 14:30 verða afhentar grasrótarviðurkenningar KSÍ og UEFA fyrir knattspyrnuárið 2009.

Grasrótarstarf getur verið af margvíslegum toga og eru það aðildarfélög KSÍ sem bera þungann af þessu starfi með margvíslegum hætti í hreyfingunni. 

Lesa meira
 
HK

Unglingadómaranámskeið haldið hjá HK í Fagralundi - 7.1.2010

Unglingadómaranámskeið hjá HK verður haldið í Fagralundi  mánudaginn 11. janúar   kl. 19:00.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
Merki FIFA

11+ Upphitunaræfingar - Hluti 2: Styrktaræfingar - 7.1.2010

Nú er komið að styrktaræfingum í 11+ upphitunaræfingunum sem FIFA hefur gefið út.  Æfingarnar eru alhliða upphitunaræfingar ætlaðar til forvarna gegn meiðslum.  Hér að neðan má sjá myndband með þessum æfingum sem og textalýsingu með hverri æfingu fyrir sig.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ I þjálfaranámsskeið á Akureyri - 6.1.2010

Helgina 15.-17. janúar mun Knattspyrnusamband Íslands halda KSÍ I þjálfaranámskeið á Akureyri. Kennarar á námskeiðinu eru Freyr Sverrisson og Jóhannes Valgeirsson. Námskeiðið fer fram í félagsheimili Þórs en verklegi hluti námskeiðsins fer fram í Boganum.

Lesa meira
 Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög