Fræðsla

Frá gæðavottun Knattspyrnuskóla HK

Knattspyrnuskólar Gróttu, HK og Víkings fá gæðavottorð UEFA og KSÍ - 30.10.2009

Síðastliðið vor ákvað útbreiðslunefnd KSÍ að bjóða knattspyrnuskólum félaga upp á úttekt á starfsemi skólanna en það er hluti af grasrótarsáttmála UEFA, sem KSÍ er aðili af. Félög gátu sótt um slíka úttekt sem síðar var framkvæmd með heimsókn starfsmanna útbreiðslunefndar í knattspyrnuskólann.

Lesa meira
 
Merki enska knattspyrnusambandsins

Fræðst um knattspyrnu kvenna í Englandi - 22.10.2009

Á dögunum fór 11 manna hópur frá Íslandi til Englands í þeim tilgangi að að kynna sér knattspyrnu kvenna þar í landi.  Þessi ferð er hluti af stóru fræðsluverkefni UEFA sem KSÍ er aðili að og snýst um að knattspyrnusamböndin geti fræðst um starfsemi og uppbyggingu knattpyrnunnar hjá hvoru öðru.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ IV þjálfaranámskeið 6.-8. nóvember - 21.10.2009

KSÍ IV þjálfaranámskeið verður haldið helgina 6.-8. nóvember.  Þátttökurétt hafa allir þjálfarar sem setið hafa KSÍ III þjálfaranámskeið og skilað verkefni af því námskeiði.  Bóklegi hluti námskeiðsins fer fram í höfuðstöðvum KSÍ og verklegi þátturinn í Kórnum í Kópavogi.  Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ II þjálfaranámskeið á næstu vikum - Hefst næstu helgi - 19.10.2009

Knattspyrnusamband Íslands mun á næstu vikum halda tvö KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu. Annars vegar er um að ræða námskeið sem haldið verður helgina 23.-25. október og hins vegar 30. október-1. nóvember. Þátttökurétt hafa allir þeir sem hafa KSÍ I þjálfararéttindi. Lesa meira
 
Fylkir

Fylkir auglýsir eftir þjálfara fyrir 2. flokk karla - 12.10.2009

Knattspyrnudeild Fylkis leitar að þjálfara fyrir 2. flokk karla á komandi tímabil.  Krafa er gerð um að viðkomandi þjálfari hafi lokið KSÍ B og hafi reynslu af þjálfun eldri flokka í knattspyrnu.  Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið hjá Aftureldingu í sumarbústaðnum að Varmá - 12.10.2009

Unglingadómaranámskeið hjá Aftureldingu verður haldið í sumarbústaðnum að Varmá  15. október  kl. 20:00.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál. Lesa meira
 
Bleika slaufan

Bleika slaufan í tíunda sinn - 9.10.2009

KSÍ hefur ákveðið að leggja baráttunni gegn brjóstakrabbameini lið með því að vekja athygli á söfnunar- og árvekniátaki Krabbameinsfélags Íslands - Bleiku slaufunni.  Lit á forsíðu vefs KSÍ hefur verið breytt eilítið, eins og sjá má, og bleika litnum leyft að njóta sín. Lesa meira
 
Forsida_Jens-Bangsbo

Ný þjálffræðibók í knattspyrnu - 7.10.2009

Loksins er komin til landsins vönduð þjálffræðibók í knattspyrnu á íslensku. Höfundur bókarinnar er Dr. Jens Bangsbo og fjallar hún um loftháða og loftfirrta þjálfun í knattspyrnu – með sérstaka áherslu á þjálfun ungra leikmanna.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Tvö KSÍ II þjálfaranámskeið í október - 5.10.2009

Knattspyrnusamband Íslands mun á næstu vikum halda tvö KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu. Annars vegar er um að ræða námskeið sem haldið verður helgina 23. - 25. október og hins vegar 30. október - 1. nóvember. Þátttökurétt hafa allir þeir sem hafa KSÍ I þjálfararéttindi. Lesa meira
 
Merki enska knattspyrnusambandsins

Uppbygging kvennaknattspyrnu á Englandi - 5.10.2009

Í dag fóru 11 fulltrúar frá Íslandi að kynna sér uppbyggingu kvennaknattspyrnu á Englandi.  Þessi ferð er hluti af stóru fræðsluverkefni UEFA sem KSÍ er aðili að og snýst um knattspyrnusamböndin geti fræðst um starfsemi og uppbyggingu knattpyrnunnar hjá hvoru öðru.

Lesa meira
 Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög