Fræðsla
Þjálfari að störfum

Ætlar þú á þjálfaranámskeið hjá KSÍ í haust?

Þjálfaranámskeið KSÍ eru að hefjast

20.9.2007

Þjálfaranámskeið KSÍ eru að hefjast.  Kröfur KSÍ um þjálfaramenntun má sjá hér að neðan ásamt dagskrá fyrsta þjálfaranámskeiðsins í haust (KSÍ I). 

Skráning er hafin á öll þjálfaranámskeiðin en best er að skrá þjálfara með því að senda tölvupóst á ragga@ksi.is eða siggi@ksi.is þar sem fram kemur fullt nafn þjálfarans, heimilisfang, gsm sími, netfang, nafn félagsins og á hvaða námskeið á að skrá viðkomandi.

Það hefur jafnan verið mikil þátttaka á þjálfaranámskeiðum KSÍ og því best að skrá sig sem fyrst ef þið viljið vera viss um að fá pláss.

Dagskrá þjálfaranámskeiða KSÍ í Reykjavík/Kópavogi í haust:
KSÍ I 28-30. september og 12-14. október (verð 14.000 krónur)
KSÍ IV 5-7. október (verð 16.000 krónur)
KSÍ II 26-28. október og 2-4.nóvember (verð 14.000 krónur)

Námskeið á landsbyggðinni:
KSÍ I námskeið verður haldið á Ísafirði 9-11.nóvember (verð 14.000 krónur)
Það er einnig líklegt að það verði haldin námskeið á Akureyri og á Austurlandi 16-18.nóvember og 23-25.nóvember en verður auglýst betur síðar.

Við minnum á að þjálfarar allra karlaflokka hjá félögunum í Landsbankadeild karla og 1.deild karla verða að uppfylla kröfur um þjálfaramenntun svo að félagið fái keppnisleyfi keppnistímabilið 2008.

Dagskrá KSÍ 1 28. - 30. sept.

Reglugerð KSÍ um menntun knattspyrnuþjálfara
Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög