Fræðsla

ÍR

Þjálfarastaða hjá ÍR - 28.9.2007

Unglingaráð knattspyrnudeildar ÍR leitar að áhugasömum þjálfara til að taka að sér þjálfun hjá 7. flokki karla. Þetta eru hressir strákar ásamt því að foreldrastarfið er mjög öflugt hjá flokknum. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómararnámskeið hefst 12. október - 27.9.2007

Unglingadómaranámskeið verður haldið í október og er að mestu leyti um heimanám að ræða.  Þátttakendur fá námsefnið sent í þrennu lagi með tölvupósti (þrjá föstudaga í röð,fyrst 12/10), en námskeiðinu lýkur með prófi 5. nóvember. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ 1 þjálfaranámskeið um helgina - 26.9.2007

Fyrsta þjálfaranámskeið haustsins fer fram nú um helgina og er það KSÍ 1 þjálfaranámskeið. Kennsla fer fram í fræðslusetri KSÍ og í nýrri knattspyrnuhöll, Kórinn, í Kópavogi. Lesa meira
 
Fylkir

Knattspyrnudeild Fylkis óskar eftir þjálfara - 24.9.2007

Knattspyrnudeild Fylkis óskar eftir þjálfara fyrir eldri kvennaflokka félagsins.  Nánari upplýsingar gefur íþróttafulltrúi félagsins Hörður Guðjónsson í síma 567-6467  og á netfangið hordur@fylkir.com.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Ætlar þú á þjálfaranámskeið hjá KSÍ í haust? - 20.9.2007

Þjálfaranámskeið KSÍ eru að hefjast.  Það hefur jafnan verið mikil þátttaka á þjálfaranámskeiðum KSÍ og því best að skrá sig sem fyrst ef þið viljið vera viss um að fá pláss. Lesa meira
 
Frá æfingu fatlaðra með landsliðskonunum Katrínu Jónsdóttur og Gretu Mjöll Samúelsdóttur

Á fullu í fótbolta - 18.9.2007

Á sunnudaginn mættu landsliðskonurnar Katrín Jónsdóttir og Greta Mjöll Samúelsdóttir á fótboltaæfingu með fötluðum.  Æfingin var liður í samstarfsverkefni Íþróttafélags Fatlaðra og Knattspyrnusambands Íslands. Lesa meira
 
Líf og fjör á fótboltaæfingu hjá fötluðum með Grétari Rafn og Heimma Hreiðars

Knattspyrnuæfing fyrir fatlaða 16. september - 13.9.2007

Knattspyrnusamband Íslands og Íþróttasamband Fatlaðra standa fyrir æfingu fyrir fatlaða næstkomandi sunnudag 16.september. Sérstakir gestir á þessari æfingu verða landsliðskonurnar Katrín Jónsdóttir og Greta Mjöll Samúelsdóttir. Lesa meira
 
Líf og fjör á fótboltaæfingu hjá fötluðum með Grétari Rafni og Heimma Hreiðars

Mikið fjör á æfingu hjá fötluðum - 9.9.2007

Mikið fjör var á fótboltaæfingu hjá fötluðum í morgun en hún fór fram á sparkvellinum við Laugarnesskóla.  Landsliðsmennirnir Grétar Rafn Steinsson og Hermann Hreiðarsson mættu á æfinguna. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ VI þjálfaranámskeið - frestað - 7.9.2007

Vegna ónógrar þátttöku verður KSÍ VI þjálfaranámskeið ekki haldið á þessu ári eins og áætlað var.  Reynt verður að halda námskeiðið á næsta ári ef næg þátttaka fæst. Lesa meira
 Fræðsla
Aðildarfélög
Aðildarfélög