Dómaramál
Gunnar Jarl Jónsson

Gunnar Jarl á nýliðaráðstefnu FIFA dómara

Nýir dómarar á listanum sækja nýliðaráðstefnu í Tyrklandi

27.1.2012

Gunnar Jarl Jónsson verður einn 43 dómara sem sækja nýliðaráðstefnu FIFA dómara en ráðstefnan verður í Tyrklandi 29. janúar - 2. febrúar.  Dómararnir koma frá 28 Evrópulöndum en það er UEFA sem stendur að ráðstefnunni.

Dómararnir munu hlýða á fyrirlestra og vinna ýmis verkefni sem og að gangast undir læknisskoðun og þrekpróf svo eitthvað sé nefnt.

Allir dómarar sem koma nýir inn á FIFA lista dómara sækja slíkt námskeið en Gunnar Jarl er einmitt eini íslenski nýliðinn á listanum að þessu sinni.
Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög