Dómaramál
Bleika slaufan

Bleika slaufan - Dómararnir klæðast bleikum dómaratreyjum

Dæma leik Vals og Grindavíkur í Pepsi-deild kvenna

17.9.2010

Í októbermánuði verður vakin athygli á brjóstakrabbameini hér á landi eins og gert hefur verið síðustu 10 ár.  Þetta er hluti af árlegu alþjóðlegu árveknisátaki en bleikur litur og Bleika slaufan eru tákn verkefnisins.
 
Í leik Vals og Grindavíkur sem fram fer á Vodafone vellinum á laugardaginn munu dómarar leiksins, sem allar eru konur, klæðast bleikum dómaratreyjum til þess að vekja athygli á málefninu.  Eftir leikinn munu svo Valsstúlkur taka við Íslandsmeistaratitlinum en þær tryggðu sér sigur í deildinni í síðustu umferð.Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög