Dómaramál

FIFA-merkin afhent

Íslenskum dómurum og aðstoðardómurum afhent FIFA-merkin

15.1.2018

Í lok síðasta árs staðfesti FIFA íslenskar tilnefningar á FIFA-lista yfir dómara og aðstoðardómara fyrir árið 2018 og eru Bríet Bragadóttir og Ívar Orri Kristjánsson nýliðar á listanum sem kynntur var á vef KSÍ í desember. 

KSÍ talaði við Bríeti Bragadóttur þegar það var tilkynnt að hún væri fyrsta íslenska konan á dómaralista FIFA. Það viðtal má nálgast hér:

Viðtal

Formaður KSÍ, Guðni Bergsson, og formaður dómaranefndar KSÍ, Kristinn Jakobsson, afhentu FIFA-merkin í höfuðstöðvum KSÍ í dag, mánudag. Á myndina vantar Þórodd Hjaltalín.

Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög