Dómaramál

Þorvaldur dæmir hjá Gíbraltar

Dæmir leik Gíbraltar og Bosníu og Herzegovinu í undankeppni HM

31.8.2017

Þorvaldur Árnason mun dæma leik Gíbraltar og Bosníu og Herzegovinu í undankeppni HM 2018, en leikið verður í Faro sunnudaginn 3. september. 

Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gylfi Már Sigurðsson, en fjórði dómari er Gunnar Jarl Jónsson. 

Leikurinn er í H riðli undankeppninnar en aðrar þjóðir í þessum riðli eru Belgía, Grikkland, Kýpur og Eistland.
Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög