Dómaramál

Enskir dómarar að störfum hér á landi

Dæma leiki í Inkasso-deildinni og verða aðstoðardómarar í Pepsi-deild karla

20.7.2017

Ensku dómararnir Peter Wright og Martin Coy verða að störfum hér á landi á næstum dögum, en þeir eru hér sem hluti af verkefni knattspyrnusambanda Íslands og Englands um dómaraskipti. 

Þeir munu dæma leiki í Inkasso-deildinni sem og verða aðstoðardómarar á leik í Pepsi-deild karla. Fimmtudaginn 20. júlí mun Peter dæma leik Hauka og Fram í Inkasso-deildinni, en Martin verður þar fjórði dómari. Laugardaginn 22. júlí mun Martin dæma leik Selfoss og Þórs í Inkasso-deildinni, en Peter verður þar fjórði dómari. Sunnudaginn 23. júlí munu Peter og Martin vera aðstoðardómarar í leik Víkings Reykjavíkur og KR í Pepsi-deild karla.
Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög