Dómaramál

Íslenskir dómarar dæma í Evrópudeildinni í vikunni

Leikir í Finnlandi og Danmörku

18.7.2017

Íslenskir dómarar eru á faraldsfæti um þessar mundir þar sem þeir taka þátt í erlendum verkefnum, en þeir munu dæma í forkeppni Evrópudeildarinnar sem leikin er í þessari viku. 

Gunnar Jarl Jónsson mun dæma leik HJK Helsinki, frá Finnlandi, og KF Shkëndija, frá Makedóníu. Honum til aðstoðar verða þeir Birkir Sigurðarson, Andri Vigfússon og Ívar Orri Kristjánsson. Leikurinn fer fram í Helsinki fimmtudaginn 20. júlí. 

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir leik Lyngby, frá Danmörku, og ŠK Slovan Bratislava, frá Slóvakíu. Honum til aðstoðar verða þeir Gylfi Már Sigurðsson, Bryngeir Valdimarsson og Þóroddur Hjaltalín. Leikurinn fer fram í Lyngby fimmtudaginn 20. júlí.
Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög