Dómaramál

Þorvaldur dæmir í Svíþjóð

Dæmir leik Malmö og FK Vardar í Meistaradeildinni

11.7.2017

Þorvaldur Árnason verður í eldlínunni miðvikudaginn 12.júlí þegar hann dæmir leik Malmö og FK Vardar í Meistaradeild Evrópu, en leikið verður í Malmö í Svíþjóð. Þetta er fyrri viðureign liðanna í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. 

Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gylfi Már Sigurðsson. Gunnar Jarl Jónsson verður fjórði dómari.
Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög