Dómaramál

Færeyskur dómari dæmir í Pepsi deild karla

Dæmir einnig leik Fylkis og Hauka í Inkasso deildinni

6.7.2017

Færeyskur dómari, Ransin Djurhuus, kemur til Íslands um helgina og dæmir tvo leiki. 

Föstudaginn 7. júlí mun hann dæma leik Fylkis og Hauka í Inkasso deildinni, en leikurinn fer fram á Floridana vellinum og hefst klukkan 19:15. 

Sunnudaginn 9. júlí mun hann einnig dæma leik ÍBV og Breiðabliks í Pepsi deild karla sem fer fram á Hásteinsvelli. Sá leikur hefst klukkan 17:00. 

Þetta er liður í dómaraskiptum Íslands og Færeyja, en norræn dómaraskipti hafa átt sér stað í nokkurn tíma.
Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög