Dómaramál

Vilhjálmur Alvar og Gunnar Jarl dæma erlendis

Dæma í UEFA Europa League á þriðjudag og fimmtudag í næstu viku

3.7.2017

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og Gunnar Jarl Jónsson munu í næstu viku dæma sitthvorn leikinn í UEFA Europa League. 

Gunnar Jarl dæmir leik Cork City FC og FC Levadia Tallin, en sá leikur fer fram í Cork á Írlandi. Aðstoðardómarar Gunnars í leiknum verða þeir Birkir Sigurðarson og Jóhann Gunnar Guðmundsson. Fjórði dómari verður Þorvaldur Árnason. 

Vilhjálmur Alvar dæmir leik FC Progrés Niederkorn og Rangers FC en leikurinn fer fram í Luxembourg. Aðstoðardómarar Vilhjálms í leiknum verða Gylfi Már Sigurðsson og Oddur Helgi Guðmundsson. Fjórði dómari verður Ívar Orri Kristjánsson.
Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög