Dómaramál

Vilhjálmur Alvar og Gunnar Jarl dæma erlendis

Dæma í UEFA Youth League á þriðjudag í næstu viku

18.11.2016

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og Gunnar Jarl Jónsson munu í næstu viku dæma sitthvorn leikinn í UEFA Youth League.

Gunnar Jarl dæmir leik AFC Ajax og PAOK FC en sá leikur fer fram í Duivendrecht í Hollandi. Aðstoðardómarar Gunnars í leiknum verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Andri Vigfússon.

Vilhjálmur Alvar dæmir leik Leicester City og Club Brugge en leikurinn fer fram í Loughborouhg á Englandi. Aðstoðardómarar Vilhjálms í leiknum verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Oddur Helgi Guðmundsson.
Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög