Dómaramál

Íslenskir dómarar í Unglingadeild UEFA

Tvö dómarateymi frá Íslandi að störfum í UEFA Youth League

28.9.2015

Í vikunni fara fram leikir í Unglingadeild UEFA (UEFA Youth League) og verða tvö íslensk dómarateymi að störfum.  Þorvaldur Árnason verður dómari á viðureign Arsenal FC og Olympiacos FC á þriðjudag og Vilhjálmur Alvar Þórarinsson verður dómari á leik FC Midtjylland og FC Saburtalo á miðvikudag.


Í hvoru teymi um sig eru þrír íslenskir dómarar og eru teymin þannig skipuð:

UYL 29/09/2015, Borehamwood (England) : 

Arsenal FC Youth (ENG) / Olympiacos FC Youth (GRE)

Dómari Þorvaldur Árnason (ISL)
Aðstoðardómari   1 Jóhann Gunnar Guðmundsson (ISL)
Aðstoðardómari   2 Andri Vigfússon (ISL)
4. dómari Darren (Jon Herbert) England (ENG)

UYL 30/09/2015, Herning (Danmörk) : 

FC Midtjylland Youth (DEN) / FC Saburtalo Youth (GEO)

Dómari Vilhjálmur Alvar Þórarinsson (ISL)
Aðstoðardómari   1 Gylfi Már Sigurðsson (ISL)
Aðstoðardómari   2 Birkir Sigurðarson (ISL)
4. dómari Morten Krogh (DEN)

Í Unglingadeild UEFA (UEFA Youth League) leika U19 lið frá 64 félagsliðum í Evrópu.Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög