Dómaramál

Norræn dómaraskipti - Íslenskir dómarar í Færeyjum og Svíþjóð

Dómarar taka þátt í norrænum dómaraskiptum

18.9.2015

Íslenskir dómarar verða við störf í Færeyjum og Svíþjóð á næstu dögum en þetta er hluti af norrænum dómaraskiptum knattspyrnusambanda Norðurlandanna.

Í kvöld, föstudagskvöld, mun Erlendur Eiríksson dæma leik B36 og HB í færeysku 1.deildinni en hann dæmir svo á sunndag leik Vikingur og FC Suðuroy í efstu deildinni. 

Þá verður Pétur Guðmundsson dómari og Oddur Helgi Guðmundsson aðstoðardómarari í leik Frej og Athletic í sænsku 2. deildinni.
Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög