Dómaramál
Bríet Bragadóttir

Íslenskir dómarar á U19 æfingamóti á La Manga

Mót á vegum norska knattspyrnusmabandsins

2.3.2015

Dómararnir Bríet Bragadóttir, Jovana Cosic og Birna Bergstað Þórmundsdóttir verða að störfum á æfingamóti á vegum norska knattspyrnusambandsins dagana 4.-10. mars.  Um er að ræða fjögurra liða mót U19 landsliða kvenna, sem fram fer á La Manga á Spáni.  Auk Noregs taka Þýskaland, Bandaríkin og Danmörk þátt í þessu sterka móti.

Bríet mun starfa sem dómari á mótinu og þær Jovana og Birna sem aðstoðardómarar.  Þetta er spennandi verkefni fyrir þær stöllur og góður undirbúningur fyrir verkefni ársins.
Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög