Dómaramál
Dagfinn Forná

Færeyskur dómari á toppslag í 2. deild karla

Liður í dómaraskiptum Íslands og Færeyja

8.8.2014

ÍR og Grótta mætast í toppslag í 2. deild karla í dag, föstudag.  Leikið er á Hertz-vellinum og hefst leikurinn kl. 19:00.  Dómarinn í leiknum heitir Dagfinn Forná og kemur hann frá Færeyjum. 

Þetta er liður í dómaraskiptum Íslands og Færeyja, en nú stendur yfir annað árið í því samstarfi, auk þess sem norræn dómaraskipti hafa átt sér stað í nokkurn tíma. Dagfinn mun einnig dæma leik í Pepsi-deild karla í ferð sinni til Íslands.  

Dagfinn Forná að störfum í færeysku deildinni
Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög