Dómaramál

Landsdómararáðstefna fer fram um helgina í höfuðstöðvum KSÍ

Juan Antonio Fernandez Marin verður gestafyrirlesari

26.2.2014

Um komandi helgi fer fram hin árlega landsdómararáðstefna KSÍ en þar hittast landsdómarar til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil. Að venju er fenginn gestafyrirlesari erlendis frá og að þessu sinni er það , fyrrum FIFA dómari frá Spáni, sem verður gestur ráðstefnunnar.

Juan Antonio mun einnig vera með fyrirlestur fyrir eftirlitsdómara KSÍ á fimmtudaginn en hann hefur starfað sem eftirlitsmaður UEFA síðustu ár.

Dómararnir hafa verið við æfingar síðan í nóvember en á námskeiðinu gangast þeir líka undir skriflegt próf ásamt því að hlýða á ýmsa fyrirlestra.

Dagskrá ráðstefnunnar er svohljóðandi:

Landsdómararáðstefna – Reykjavík 28. febrúar – 1. mars 2014

Dagskrá

Föstudagur 28. febrúar.

17:00-17:05     Setning.

                                Umsjón: Gísli Gíslason, ráðstefnustjóri.

17:05-17:15     Ávarp og fréttir frá IFAB.

                                Umsjón: Gylfi Þór Orrason.

17:15-17:45     Siðareglur KSÍ.

                                Umsjón: Þórir Hákonarson.

17:45-18:15     Einkunnir eftirlitsmanna o.fl.

                                Umsjón: Birkir Sveinsson.

18:15-18:25     Kliðfundur.    

18:25-18:55     Skriflegt próf.

                                Umsjón: Bragi Bergmann.

18:55-20:00     Matur Café Laugar.

20:00-21:00     Hendi - ekki hendi.

Umsjón: Marin.

21:00-21:10     Kliðfundur.

21:10-22:10     Nýjar áherslur í rangstöðunni.

Umsjón: Marin.

Laugardagurinn 1. mars.

09:15- 10:45   Æfing í Laugum.

10:45-11:45    Líkamstjáning.

Umsjón: Marin.

11:45-12:15    Yfirferð skriflega prófsins.

                                Umsjón: Bragi Bergmann.

12:15-13:15     Matur Café Laugar.

13:15-14:15     Leikstjórn.

Umsjón: Marin.

14:15-14:30     Kliðfundur.

14:30-15:00     Heimsókn á ,, Select Group‘‘ í Englandi.

                        Umsjón: Kristinn Jakobsson og Sigurður Óli Þórleifsson.

15:00-15:10     Kliðfundur.

15:10-16:10     Leikstjórn.

Umsjón: Marin.

16:10-16:40     Fundur í félagi deildardómara.

 

 
Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög