Dómaramál
Frá unglingadómaranámskeiði hjá Breiðablik

Unglingadómaranámskeiðin komin á fulla ferð

106 sóttu námskeiðið hjá Breiðablik

16.1.2014

Um þessar mundir eru unglingadómaranámskeiðin komin á fulla ferð en KSÍ heldur þau í samvinnu við aðildarfélögin.  Námskeiðin byrjuðu nú í janúar og eru í gangi til loka marsmánaðar.  Unglingadómaranámskeiðin eru auglýst með viku fyrirvara á heimasíðu KSÍ en öllum er heimilt á mæta á þau, 15 ára og eldri, burtséð frá því hvaða félagi þeir tilheyra.

Mörg námskeiðin eru mjög vel sótt og síðustu daga hafa verið haldin fjölmenn námskeið hjá Fjölni, Þrótti og Breiðablik.  Síðarnefnda námskeiðið var líklega það best sótta frá upphafi en alls mættu 106 tilvonandi dómarar í Smárann að hlusta á Magnús Má Jónsson, dómarastjóra KSÍ, fara yfir töfra dómgæslunnar.  Það er gríðarlega mikilvægt fyrir aðildarfélögin að hlúa vel að dómurum og dómgæslu innan síns félags.  Leikjum yngri flokka hefur fjölgað mikið á síðustu árum og því nauðsynlegt fyrir félögin að hafa dómara til að sinna þessum leikjum.

Frá unglingadómaranámskeiði hjá Breiðablik
Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög