Dómaramál

Erlendur Eiríksson dæmir í Wales - 21.10.2016

Erlendur Eiríksson verður dómari á leik Cefn Druids og Bala Town í welsku úrvalsdeildinni föstudaginn 21. október.  Verkefnið er hluti af dómaraskiptum á milli knattspyrnusambanda Íslands og Wales. 

Lesa meira
 
ÍR

Unglingadómaranámskeið hjá ÍR - 18.10.2016

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við ÍR og hefst kl. 19:30. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

Bríet dæmir vináttulandsleik í Noregi - 18.10.2016

Bríet Bragadóttir mun, fimmtudaginn 20. október nk., dæma vináttulandsleik Noregs og Svíþjóðar skipað leikmönnum 23 ára og yngri. Leikurinn fer fram í Hamar í Noregi.

Lesa meira
 

Vilhjálmur Alvar og Bryngeir dæma í Lúxemborg - 18.10.2016

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dómari og Bryngeir Valdimarsson aðstoðardómari munu síðar í þessum mánuði sinna dómaraverkefnum í undankeppni EM U17 landsliða karla. Riðillinn sem þeir eru að dæma í fer fram í Lúxemborg og auk heimamanna eru í riðlinum lið Sviss, Tékklands og Færeyja.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

Þorvaldur og Jóhann Gunnar dæma í Belgíu - 10.10.2016

Dómararnir Þorvaldur Árnason og Jóhann Gunnar Guðmundsson eru þessa dagana við störf í Belgíu þar sem riðill í undankeppni EM U19 karla fer fram.  Þeir voru við störf á leik Kasakstan og Belgíu í fyrstu umferð og Þorvaldur dæmdi og Jóhann Gunnar var aðstoðardómari á leik Rússland og Kasakstan í 2. umferð riðilsins.

Lesa meira
 

Gunnar Jarl dæmir á Spáni í undankeppni U21 karla - 10.10.2016

Gunnar Jarl Jónsson verður í eldlínunni í kvöld þegar hann dæmir leik Spánar og Eistlands í undankeppni EM hjá U21 karla.  Leikið verður í Pontevedra á Spáni og Gunnari til aðstoðar verða þeir Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson.  Varadómari verður Ívar Orri Kristjánsson. Lesa meira
 Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög