Dómaramál

Þorvaldur dæmir í undankeppni U21 landsliða - 31.8.2016

Þorvaldur Árnason mun dæma leik Íra og Slóvena í undankeppni U21 EM karlalandsliða en leikið verður í Waterford, 2. september næstkomandi.  Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson og fjórði dómari verður Ívar Orri Kristjánsson.

Lesa meira
 
Þóroddur Hjaltalín

Þóroddur dæmir í Horsens - 31.8.2016

Þóroddur Hjaltalín mun í kvöld dæma vináttulandsleik Danmerkur og Liechtenstein en leikið verður í Horsens.  Þóroddi til aðstoðar verða þeir Frosti Viðar Gunnarsson og Birkir Sigurðarson en fjórði dómari er heimamaður. Lesa meira
 

Kvendómarakvartett á landsleik Íslands og Póllands - 26.8.2016

Fjórir kvendómarar dæmdu landsleik U19 ára landsliðs kvenna gegn Póllandi í gær í Sandgerði. Bríet Bragadóttir var aðaldómari en Rúna Kristín Stefánsdóttir og Jovana Vladovic voru aðstoðardómarar. Þá var Guðrún Fema Ólafsdóttir varadómari í leiknum.

Lesa meira
 

Sænskur dómari dæmir leik Leiknis R. og Grindavíkur í Inkasso-deildinni - 15.8.2016

Sænskir dómarar munu dæma leik Leiknis R. og Grindavíkur í Inkasso-deildinni, þriðjudaginn 16. ágúst. Patrik Eriksson er dómari leiksins en annar af aðstoðardómurunum kemur einnigi frá Svíþjóð og heitir Pär Lindström.

Lesa meira
 

Þorvaldur Árnason dæmir úrslitaleik Borgunarbikars karla - 12.8.2016

Þorvaldur Árnason dæmir sinn fyrsta bikarúrslitaleik í dag en það er leikur Vals og ÍBV í Borgunarbikar karla. Þorvaldur, sem er FIFA-dómari, var valinn besti dómari umferða 1-11 í Pepsi-deildinni, bæði af Fótbolta.net og Pepsi-mörkunum.

Lesa meira
 

Norskir dómarar dæma leik Hauka og Þórs í Inkasso-deildinni - 11.8.2016

Norski dómarinn Torkjell Traedal mun dæma leik Hauka og Þórs í Inkasso-deildinni sem fram fer á Ásvöllum, fimmtudaginn 11. ágúst. Samlandi hans, Thomas Skaiaa, mun verða honum til aðstoðar.

Lesa meira
 Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög