Dómaramál

Hvað má skipta mörgum leikmönnum inn á? - 29.4.2016

Skrifstofa KSÍ og ekki síður dómarar leikja fá mjög reglulega fyrirspurnir um það hversu mörgum leikmönnum má skipta inn á í einum leik.  Svarið er hins vegar ekki það sama í öllum tilfellum, því það skiptir máli í hvaða móti og hvaða aldursflokki er leikið. 

Lesa meira
 

Breytingar á knattspyrnulögunum 2016 - 19.4.2016

Breytingar þær sem Alþjóðanefnd knattspyrnusambanda (IFAB) gerir á knattspyrnulögunum hverju sinni taka alla jafna ekki gildi fyrir en 1. júní ár hvert, en að fenginni heimild IFAB tók stjórn KSÍ þá ákvörðun að nýja útgáfa laganna skyldi gilda á Íslandi allt frá 25. apríl þegar Meistarakeppni KSÍ karla fer fram.

Lesa meira
 

Allra síðasta byrjendadómaranámskeiðið í Reykjavík - 18.4.2016

Byrjendadómaranámskeið verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ, mánudaginn 25. apríl. Námskeiðið er það síðasta sem haldið verður í Reykjavík að þessu sinni. Í október verður síðan aftur farið af stað með námskeiðahald hjá þeim félögum sem þess óska. Námskeiðið er haldið af KSÍ í hefst kl. 17:30.

Lesa meira
 

Héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ þriðjudaginn 19. apríl - 12.4.2016

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ þriðjudaginn 19. apríl kl. 18:00.  Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara. Kristinn Jakobsson fyrrverandi FIFA dómari mun kenna á námskeiðinu. Lesa meira
 

Dómaramál á Austurlandi - 11.4.2016

Dagana 16. og 17. apríl munu fulltrúar KSÍ heimsækja Austurland, halda dómaranámskeið og vera með kynningu á breyttum áherslum í knattspyrnulögunum. Öll félög á Austurlandi eru hvött til þess að senda fulltrúa.

Lesa meira
 

Dómaramál á Norðurlandi - 11.4.2016

Sunnudaginn 17. apríl mun Kristinn Jakobsson formaður dómaranefndar KSÍ heimsækja Norðurland, halda héraðsdómaranámskeið og vera með kynningu á breyttum áherslum á knattspyrnulögunum. Öll félög á Norðurlandi eru hvött til þess að senda fulltrúa á kynninguna.

Lesa meira
 Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög