Dómaramál

Helgi Mikael og Tómas Orri til Englands - 31.3.2016

Helgi Mikael Jónasson og Tómas Orri Hreinsson halda til Englands í vikunni þar sem þeir munu m.a. fylgjast með undirbúningi dómara í ensku úrvalsdeildinni.  Þeir munu einnig starfa á leikjum í U21 deildinni í Englandi sem og sækja ráðstefnu úrvaldsdeildardómara og aðstoðardómara.

Lesa meira
 

Síðasta byrjendanámskeið í Reykjavík - 31.3.2016

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ, fimmtudaginn 7. apríl. Námskeiðið er það síðasta sem haldið verður í Reykjavík að þessu sinni. Í október verður síðan aftur farið af stað með námskeiðahald hjá þeim félögum sem þess óska. Námskeiðið er haldið af KSÍ í hefst kl. 17:30.

Lesa meira
 

Vilhjálmur Alvar dæmir í Ungverjalandi - 21.3.2016

Þann 24. mars mætast Ungverjar og Ísraelar í undankeppni EM U21 landsliða karla á Gyirmóti Stadion, í Gyor í Ungverjalandi. Dómarar leiksins koma frá Íslandi og verður það Vilhjálmur Alvar Þórarinsson sem verður með flautuna. Lesa meira
 

Byrjendanámskeið fyrir dómara í Keflavík - 18.3.2016

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá Keflavík í Akademíunni á móti Reykjaneshöll mánudaginn 21. mars kl. 19:00. Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Keflavík og hefst kl. 19:30.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

Umfangsmesta endurskoðun knattspyrnulaganna í 130 ára sögu IFAB - 11.3.2016

Á 130. ársfundi Alþjóðanefndar knattspyrnusambanda (IFAB), sem haldinn var í Wales 5. mars sl., samþykkti nefndin að heimila tilraunir með "vídeó-aðstoðardómara". Á fundinum var einnig gefið grænt ljós á umfangsmestu endurskoðun sem gerð hefur verið á knattspyrnulögunum í allri 130 ára sögu IFAB. Lesa meira
 
ÍA

Byrjendanámskeið fyrir dómara hjá ÍA 15. mars - 8.3.2016

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá ÍA í hátíðarsalnum á Jaðarsbökkum þriðjudaginn 15. mars kl. 16:30.  Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við ÍA, stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Byrjendanámskeið fyrir dómara hjá Víkingi R. 14. mars - 7.3.2016

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá Víkingi í Víkinni mánudaginn 14. mars kl. 18:00.

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Víking og hefst kl. 18:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

Grunnnámskeið fyrir dómara hjá Aftureldingu - 4.3.2016

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Aftureldingu og hefst kl. 20:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög