Dómaramál

UEFA EM U17 karla

Þóroddur og Gylfi að störfum í Wales - 26.10.2015

Þessa dagana eru þeir Þóroddur Hjaltalín dómari og Gylfi Már Sigurðsson aðstoðardómari við störf í undankeppni EM U17 landsliða karla.  Riðillinn sem þeir eru að dæma í fer fram í Wales og auk heimamanna eru í riðlinum eru lið Albaníu, Hollands og Sviss. Lesa meira
 

Rúna aðstoðardómari á leik Þýskalands og Tyrklands - 22.10.2015

Rúna Kristin Stefánsdóttir verður aðstoðardómari á leik Þýskalands og Tyrklands í undankeppni EM kvenna sem fram fer í Þýskalandi á sunnudaginn. Rúna verður með írskum dómurum en Daly Rhona verður aðaldómari á leiknum.

Lesa meira
 
Valdmar Pálsson

Valdimar Pálsson dæmir í Wales - 15.10.2015

Valdimar Pálsson verður dómari á leik Airbus UK Broughton og Llandudno í welsku úrvalsdeildinni á föstudag.  Verkefnið er hluti af dómaraskiptum á milli knattspyrnusambanda Íslands og Wales.  Lesa meira
 

Rússar dæma leik Íslands og Lettlands - 7.10.2015

Það verða rússneskir dómarar sem dæma leik Íslands og Lettlands í undankeppni EM á laugardaginn. Aleksei Eskov er aðaldómari leiksins en sex dómarar dæma leikinn þar sem aukaaðstoðardómarar eru einnig í dómarateyminu.

Lesa meira
 

Íslenskir dómarar á EM U21 karla - 6.10.2015

Íslenskir dómarar munu dæma leiki í undankeppni EM U21 karla sem er í fullum gangi. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson mun dæma leik Svíþjóðar og Eistlands sem fram fer þann 9. október. Með honum eru Gylfi Már Sigurðsson, Frosti Viðar Gunnarsson og Þóroddur Hjaltalín sem er fjórði dómari.

Lesa meira
 Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög