Dómaramál

Andri Vigfússon

Andri dæmir í Moldavíu - 24.8.2015

Andri Vigfússon verður í eldlínunni en hann mun dagana 27. – 29. ágúst dæma í undankeppni Futsal Cup, Evrópukeppni félagsliða í Futsal.  Riðillinn sem fer fram í Moldavíu en þar mætast félagslið frá Armeníu, Belgíu auk Moldavíu. Lesa meira
 
Guðbjörg Pedersen

Guðbjörg Pedersen fyrst kvenna til að dæma í efstu deild karla - 18.8.2015

Í síðara bindi 100 ára sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu, eftir Sigmund Ó. Steinarsson, kemur fram að þann 16. júní 1979 hafi Guðbjörg Pedersen úr Ármanni verið aðstoðardómari á leik ÍBV og KR.  Guðbjörg var þar með fyrst kvenna til að starfa við dómgæslu í efstu deild karla.   Lesa meira
 

Dómarar frá Danmörku, Finnlandi og Wales að störfum - 17.8.2015

KSÍ hefur átt í samstarfi síðustu ár við knattspyrnusambönd á Norðurlöndum og Bretlandseyjum varðandi dómaraskipti.  Þannig hafa dómarar komið hingað til lands og dæmt leiki í deildarkeppni og íslenskir dómarar dæmt leiki ytra.  Á næstunni munu dómarar frá Finnlandi og Wales dæma leiki hér á landi. Lesa meira
 

Erlendur dæmir úrslitaleik Borgunarbikars karla - 13.8.2015

Erlendur Eiríksson mun dæma úrslitaleik Borgunarbikars karla sem fram fer á laugardaginn, 15. ágúst. Leikurinn er á milli Vals og KR en Erlendur dæmdi árið 2010 bikarúrslitaleik FH og KR.

Lesa meira
 

Helgi og Þórður dæma á Opna NM U17 karla í Svíþjóð - 5.8.2015

Norðurlandamót U17 landsliða karla fer fram í Svíþjóð dagana 4.-9. ágúst. Íslenska U17 landsliðið spilar auðvitað þar, en það eru ekki eingöngu íslenskir leikmenn sem taka þátt í NM í ár, heldur munu þeir Helgi Mikael Jónasson og Þórður Arnar Árnason starfa við dómgæslu - Helgi sem dómari og Þórður sem aðstoðardómari.

Lesa meira
 

Fyrrum dómarar á faraldsfæti í eftirliti - 3.8.2015

Íslenskir dómarar hafa verið á faraldsfæti að dæma leiki í Evrópudeildinni en dómararnir hafa fengið mörg verkefni að undanförnu. Það eru samt ekki bara dómarar sem eru á faraldsfæti en fyrrum dómarar eru einnig í hlutverki eftirlitsmanna á leikjum Evrópudeildarinnar og Meistaradeildar Evrópu.

Lesa meira
 Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög