Dómaramál

Kiddi-Jak-2011

Námskeið fyrir dómara þriðjudaginn 3. febrúar - 27.1.2015

Námskeið fyrir dómara verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ, þriðjudaginn 3. febrúar kl. 18:00.  Kristinn Jakobsson, reyndasti FIFA dómari Íslands, mun kenna á námskeiðinu.  Aðaláherslan verður lögð á undirbúning fyrir leik og leikstjórn.

Lesa meira
 
Fylkir

Unglingadómaranámskeið hjá Fylki fimmtudaginn 29. janúar - 22.1.2015

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Fylki og hefst kl. 17:00, fimmtudaginn 29. janúar.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri. Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. Lesa meira
 
Edvin Jurisevic

Dómarar leiksins koma frá Bandaríkjunum - 16.1.2015

Eins og búast mátti við þá koma dómarar vináttulandsleiks Kanada og Íslands frá Bandaríkjunum en dómari leiksins heitir Edvin Jurisevic.  Hann hefur verið FIFA dómari síðan 2010 og dæmir alla jafna í MLS deildinni í Bandaríkjunum. Lesa meira
 

Fyrsti kvendómarakvartettinn - 15.1.2015

Greint var frá því hér á vefnum fyrr í vikunni að dómarakvartettinn í landsleik U23 Íslands og Póllands, sem fram fór í Kórnum á miðvikudag, væri eingöngu skipaður konum.  Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist hér á landi.

Lesa meira
 
Bríet Bragadóttir

Bríet Bragadóttir dæmir leik Íslands og Póllands í Kórnum - 13.1.2015

Dómararnir í vináttuleik U23 landslið Íslands gegn Póllandi eru allir íslenskir.  Dómari verður Bríet Bragadóttir, sem valin var dómari ársins 2014 í Pepsi-deild kvenna.  Leikurinn fer fram í Kórnum á miðvikudag kl. 18:00 og er aðgangur ókeypis. Lesa meira
 
Valur

Unglingadómaranámskeið hjá Val mánudaginn 12. janúar - 6.1.2015

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Val og hefst kl. 19:30.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Námskeiðið er ókeypis.

Lesa meira
 
Merki FIFA

Nýr listi yfir alþjóðlega dómara - 5.1.2015

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur birt nýjan lista yfir alþjóðlega dómara og er þar að finna þrjá nýja íslenska dómara.  Vilhjálmur Alvar Þórarinsson kemur nýr einn sem dómari og þá eru einnig aðstoðardómararnir, Björn Valdimarsson og Jovana Cosic ný inn á listanum. Lesa meira
 Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög