Dómaramál
Andri Vigfússon

Andri sótti ráðstefnu Futsaldómara í Split

30  Futsaldómarar  á ráðstefnu í Króatíu

25.11.2014

Andri Vigfússon sótti á dögunum ráðstefnu Futsaldómara sem haldin var í Split í Króatíu.  Á rástefnunni, sem 30 dómarar sóttu frá 25 löndum, var m.a. farið yfir þær breytingar sem hafa verið gerðar á reglum leiksins.

Einnig þurftu dómararnir að undirgangast þrekpróf ásamt því að gera verklegar sem og bóklegar æfingar.  Andri er fyrsti alþjóðlegi Futsaldómari okkar Íslendinga, hefur verið það síðan 2010, og hefur dæmt í Futsal Cup, Evrópukeppni félagsliða í Futsal, á undanförnum árum.

Frétt uefa.com um ráðstefnuna
Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög