Dómaramál
Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Lúxemborg

Dæmir svo einnig vináttulandsleik í Póllandi

12.11.2014

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Lúxemborg og Úkraínu í undankeppni EM en leikið verður í Luxemborg, laugardaginn 15. nóvember.  Kristni til aðstoðar í þessum leik verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson.  Aukaaðstoðardómarar verða þeir Þóroddur Hjaltalín og Þorvaldur Árnason og varadómari verður Sigurður Óli Þorleifsson.

Þriðjudaginn 18. nóvember mun Kristinn svo dæma vináttulandsleik Póllands og Sviss og með honum í þeim leik verða aðstoðardómararnir, Gunnar Sverrir Gunnarsson og Sigurður Óli Þorleifsson.
Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög