Dómaramál

Andri Vigfússon

Andri sótti ráðstefnu Futsaldómara í Split - 25.11.2014

Andri Vigfússon sótti á dögunum ráðstefnu Futsaldómara sem haldin var í Split í Króatíu.  Á rástefnunni, sem 30 dómarar sóttu frá 25 löndum, var m.a. farið yfir þær breytingar sem hafa verið gerðar á reglum leiksins.

Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Evrópudeild UEFA í Frakklandi - 24.11.2014

Kristinn Jakobsson mun dæma leik St. Etienne frá Frakklandi og Quarabag frá Aserbaídsjan í Evrópudeild UEFA en leikið verður í Saint Etienne í Frakklandi.  Kristni til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson.  Aukaaðstoðardómarar verða Þóroddur Hjaltalín og Þorvaldur Árnason og fjórði dómari verður Gylfi Már Sigurðsson.

Lesa meira
 
Gunnar Jarl Jónsson

Gunnar Jarl dæmir í Pétursborg - 19.11.2014

Gunnar Jarl Jónsson mun dæma leik Zenit og Benfica í Meistaradeild ungmenna en leikið verður í Pétursborg, miðvikudaginn 26. nóvember.  Gunnari til aðstoðar verða þeir Birkir Sigurðarson og Frosti Viðar Gunnarsson. Lesa meira
 

Fundur með dómarastjórum - 17.11.2014

Það verður fundur með dómarastjórum í höfuðstöðvum KSÍ miðvikudaginn 19. nóvember kl. 16:30. Reiknað er með að fundinum ljúki fyrir kl. 18:00.

Lesa meira
 
Wolfgang Stark

Wolfgang Stark dæmir í Plzen - 14.11.2014

Það verður Þjóðverjinn Wolfgang Stark sem dæmir leik Tékklands og Íslands í undankeppni EM sem leikinn verður í Plzen á sunnudaginn.  Þessi reyndi dómari, sem m.a. dæmdi í úrslitakeppni HM 2010 og EM 2012, er að fara af lista FIFA yfir alþjóðlega dómara og því ekki loku fyrir það skotið að þetta verði hans síðasti alþjóðlegi leikur.  Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Lúxemborg - 12.11.2014

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Lúxemborg og Úkraínu í undankeppni EM en leikið verður í Luxemborg, laugardaginn 15. nóvember.  Kristni til aðstoðar í þessum leik verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson.  Aukaaðstoðardómarar verða þeir Þóroddur Hjaltalín og Þorvaldur Árnason og varadómari verður Sigurður Óli Þorleifsson. Lesa meira
 

Landsdómararáðstefna verður haldin 8. nóvember - 5.11.2014

Landsdómararáðstefna verður haldin í höfuðstöðvum KSÍ laugardaginn 8. nóvember næstkomandi en þar verður farið yfir nýliðin tímabil og undirbúningur hefst fyrir næsta tímabil.  Ýmsir fyrirlestrar verða á dagskránni, farið yfir innlendar og erlendar klippur sem og að farið verður yfir æfingar vetrarins hjá dómurum. Lesa meira
 
Þóroddur Hjaltalín

Þóroddur dæmir á Spáni - 5.11.2014

Þóroddur Hjaltalín verður í eldlínunni í dag þegar hann dæmir leik Athletic Bilbao og Porto í Meistaradeild ungmenna en leikið verður í Baracaldo á Spáni.  Þóroddi til aðstoðar verða þeir Áskell Þór Gíslason og Jóhann Gunnar Guðmundsson. Lesa meira
 
Bríet Bragadóttir var valin besti dómarinn í PD-kvenna árið 2014

"Ótrúlega skemmtilegt að vera dómari" - 3.11.2014

Bríet Bragadóttir var á dögunum valin besti dómari ársins í Pepsi-deild kvenna en hún var bæði valin af leikmönnum deildarinnar sem og af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ. Bríet hefur undanfarin misseri unnið sig hægt og bítandi upp innan dómarastéttarinnar og setur hún stefnuna á að dæma meira erlendis á vegum FIFA og UEFA.

Lesa meira
 



Dómaramál




Aðildarfélög




Aðildarfélög