Dómaramál

Þóroddur Hjaltalín

Þóroddur dæmir í Meistaradeild ungmenna - 30.9.2014

Þóroddur Hjaltalín dæmir á morgun, miðvikudaginn 1. október, leik Arsenal og Galatasaray í Meistaradeild ungmenna.  Leikið verður á Borehamwood vellinum og Þóroddi til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gylfi Már Sigurðsson.

Lesa meira
 
Thalia Mitsi

Dómarar frá Grikklandi á leik Íslendinga og Serba - 16.9.2014

Það verða dómarar frá Griklandi sem verða við stjórnvölinn á leik Íslendinga og Serba í undankeppni HM en leikið verður á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 17. september kl. 17:00.  Dómarinn heitir Thalia Mitsi og henni til aðstoðar verða löndur hennar Urania Foskolou og Panagiota Koutsoumpou.  Fjórði dómari leiksins er svo Bríet Bragadóttir.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Vilhjálmur Alvar og Óli Njáll dæma í Finnlandi - 10.9.2014

Vihjálmur Alvar Þórarinsson og Óli Njáll Ingólfsson munu verða við störf í Finnlandi næstkomandi sunnudag en þá dæma þeir leik FC Viikingit og FC Jazz í næst efstu deild. Þetta er hluti af norrænum dómaraskiptum sem er samstarfsverkefni knattspyrnusambanda Norðurlandanna.
Lesa meira
 
Dómarinn Ivan Bebek

Dómarar frá Króatíu á Ísland - Tyrkland - 8.9.2014

Það verða dómarar frá Króatíu sem dæma leik Íslands og Tyrklands í undankeppni EM en leikið verður á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 9. september kl. 18:45.  Dómarinn heitir Ivan Bebek en þetta verður í fyrsta sinn sem aukaaðstoðardómarar eru að störfum á opinberum leik hér á landi og sömuleiðis mun Ivan verða með spreybrúsa í farteskinu líkt og gaf góða raun á leikjum HM í Brasílíu í sumar

Lesa meira
 
Þorvaldur Árnason

Þorvaldur dæmir í Sarajevo - 8.9.2014

Þorvaldur Árnason verður í eldlínunni, mánudaginn 8. september, þegar hann dæmir leik Bosníu/Hersegóvínu gegn Ungverjalandi.  Leikið verður í Sarajevo og er leikurinn í undankeppni EM U21 karla.  Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Birkir Sigurðarson og Frosti Viðar Gunnarsson.  Varadómari verður Vilhjálmur Alvar Þórarinsson. Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir vináttulandsleik Svíþjóðar og Eistlands - 3.9.2014

Kristinn Jakobsson verður við stjórnvölinn á vináttulandsleik Svíþjóðar og Eistlands sem fram fer á Friends Arena í Solna, fimmtudaginn 4. september.  Kristni til aðstoðar verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Áskell Þór Gíslason.

Lesa meira
 Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög