Dómaramál

Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Dómari frá Wales á leik ÍBV og Þórs - 24.8.2014

Það verður dómari frá Wales sem verður við stjórnvölinn á leik ÍBV og Þórs í Pepsi-deild karla í dag.  Hann heitir Ryan Stewart en þetta er liður í samstarfi knattspyrnusambanda Íslands og Wales um dómaraskipti.  Leikurinn fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag, sunnudaginn 24. ágúst, og hefst kl. 17:00. Lesa meira
 
Feðgarnir fyrir leikinn ásamt fyrirliðum liðanna (Mynd:  sunnlenska.is/Gissur Jónsson)

Fjölskyldutríó dæmdi leik í 4. deild karla - 22.8.2014

Sá skemmtilegi atburður átti sér stað á Selfossi í vikunni að feðgar dæmdu leik Árborgar og Skínanda í 4. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu.  Sveinbjörn Másson, sem gegndi starfi aðstoðardómara, er faðir þeirra Karels Fannars og Adams Arnar. Lesa meira
 
Runa-Kristin

Rúna Kristín að störfum í undankeppni HM 2015 - 21.8.2014

Rúna Kristín Stefánsdóttir knattspyrnudómari er að störfum fyrir FIFA í kvöld, miðvikudagskvöld.  Hún er aðstoðardómari á viðureign Rúmeníu og Makedóníu í undankeppni HM 2015, en liðin eigast við í Búkarest í Rúmeníu.

Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Sækir undirbúningsnámskeið fyrir toppdómara UEFA - 13.8.2014

Kristinn Jakobsson sækir um þessar mundir sérstakt undirbúningsnámskeið fyrir toppdómara sem dæma alþjóðlega leiki.  Á námskeiðinu er sérstök áhersla lögð á undirbúning fyrir undankeppni EM karlalandsliða 2016 og svo riðlakeppni Meistaradeildar UEFA og Evrópudeildar UEFA. Lesa meira
 
Dagfinn Forná

Færeyskur dómari á toppslag í 2. deild karla - 8.8.2014

ÍR og Grótta mætast í toppslag í 2. deild karla í dag, föstudag.  Leikið er á Hertz-vellinum og hefst leikurinn kl. 19:00.  Dómarinn í leiknum heitir Dagfinn Forná og kemur hann frá Færeyjum. 

Lesa meira
 Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög