Dómaramál
Gunnar Jarl Jónsson

Gunnar Jarl dæmir í Tromsö

Dæmir leik Tromsö og Víkings frá Færeyjum í Evrópudeild UEFA

22.7.2014

Gunnar Jarl Jónsson mun á fimmtudaginn dæma leik Tromsö frá Noregi og Víkings frá Færeyjum í 2. umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA en leikið verður í Tromsö.  Gunnari til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Birkir Sigurðarson.  Varadómari verður Þorvaldur Árnason.

Þetta er síðari viðureign liðanna en fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli þegar leikið var í Færeyjum.
Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög