Dómaramál

Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Rússlandi - 29.7.2014

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Dinamo Moskva frá Rússlandi og Hapoel Kiryat frá Ísrael í Evrópudeild UEFA en leikið verður í Khimki í Rússlandi.  Kristni til aðstoðar verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson og varadómari verður Þóroddur Hjaltalín.

Lesa meira
 
Gunnar Jarl Jónsson

Gunnar Jarl dæmir í Tromsö - 22.7.2014

Gunnar Jarl Jónsson mun á fimmtudaginn dæma leik Tromsö frá Noregi og Víkings frá Færeyjum í 2. umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA en leikið verður í Tromsö.  Gunnari til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Birkir Sigurðarson.  Varadómari verður Þorvaldur Árnason. Lesa meira
 
Gylfi Már Sigurðsson 2013

Gylfi Már að störfum í Ungverjalandi - 16.7.2014

Gylfi Már Sigurðsson er nú í Ungverjalandi þar sem hann verður einn 8 aðstoðardómara sem verður við störf í úrslitakeppni EM U19 karla.  Keppnin stendur frá 19. júlí til 31. júlí en átta þjóðir berjast um titilinn.

Lesa meira
 
Runa-Kristin

Rúna Kristín að störfum á úrslitakeppni EM U19 kvenna - 11.7.2014

Úrslitakeppni EM U19 kvenna hefst í Noregi þriðjudaginn 15.júlí en þar etja átta þjóðir kappi um titilinn. Þótt íslenska liðið sé ekki á meðal þátttökuþjóða að þessu sinni er íslenskur fulltrúi í keppninni því Rúna Kristín Stefánsdóttir verður ein af átta aðstoðardómurum. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Enskir dómarar að störfum hér á landi - 9.7.2014

Ensku dómararnir, Daniel Cook og Lee Swabey, verða að störfum hér á landi á næstu dögum en þeir eru hér sem hluti af verkefni knattspyrnusambanda Íslands og Englands um dómaraskipti.  Þeir munu dæma leiki í 1. deild karla sem og verða aðstoðardómarar á leik í Pepsi-deild karla.

Lesa meira
 
Þóroddur Hjaltalín

Þóroddur dæmir á Norður Írlandi - 8.7.2014

Þóroddur Hjaltalín dæmir í kvöld, þriðjudaginn 8. júlí,  leik Linfield frá Norður Írlandi og B36 frá Færeyjum í forkeppni Evrópudeildar UEFA en leikið verður í Lurgan á Norður Írlandi.  Þóroddi til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Áskell Þór Gíslason og varadómari verður Vilhjálmur Alvar Þórarinsson. Lesa meira
 
Bríet Bragadóttir

Bríet og Jovana dæma á Opna NM U17 kvenna í Svíþjóð - 5.7.2014

Norðurlandamót U17 landsliða kvenna fer fram í Svíþjóð dagana 4.-9. júlí.  Íslenska U17 landsliðið spilar auðvitað þar, en það eru ekki eingöngu íslenskir leikmenn sem taka þátt í NM í ár, heldur munu þær Bríet Bragadóttir og Jovana Cosic starfa við dómgæslu.

Lesa meira
 
Þorvaldur Árnason

Þorvaldur dæmir í San Marínó - 2.7.2014

Þorvaldur Árnason mun dæma leik Folgore frá San Marínó gegn Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi í fyrstu umferð Evrópudeildar UEFA.  Leikið verður í Serravalle í San Marínó, fimmtudaginn 3. júlí.  Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Bryngeir Valdimarsson og varadómari verður Ívar Orri Kristjánsson. Lesa meira
 Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög