Dómaramál
Rúna Kristín að störfum

Rúna aðstoðardómari á leik Englands og Úkraínu

Leikur í undankeppni HM 2015 og fer fram í Shrewsbury

7.5.2014

Rúna Kristín Stefánsdóttir verður aðstoðardómari á leik Englands og Úkraínu í undankeppni HM kvenna 2015 en leikið verður í Shrewsbury á morgun, fimmtudaginn 8. maí.  Rúna starfar á leiknum með sænskum dómara og aðstoðardómara.   

Þá hefur Rúna einnig verið valin sem einn átta af aðstoðardómurum í úrslitakeppni EM U19 kvenna sem fram fer í Noregi, 15. - 27. júlí.  Þetta er mikill heiður fyrir Rúnu og hvatning fyrir aðra dómara hér á landi.
Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög