Dómaramál

FH

Unglingadómaranámskeiði hjá FH frestað um óákveðinn tíma - 25.3.2014

Unglingadómaranámskeiði sem átti að fara fram hjá FH á morgun hefur verið frestað um óákveðin tíma. Nánari upplýsingar um námskeiðið koma síðar.

Lesa meira
 
Úrslitaleikur Valitors bikars kvenna Valur - KR

Héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ 27. mars - 21.3.2014

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 27. mars kl. 19:00. Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara. Gunnar Jarl Jónsson FIFA dómari mun kenna á námskeiðinu. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Vilhjálmur Alvar og Ívar Orri til Englands - 17.3.2014

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og Ívar Orri Kristjánsson halda til Englands í vikunni þar sem þeir munu m.a. fylgjast með undirbúningi dómara í ensku úrvalsdeildinni.  Þeir munu einnig starfa á leikjum í U21 deildinni í Englandi sem og sækja ráðstefnu úrvaldsdeildardómara og aðstoðardómara.
Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Unglingadómaranámskeið hjá Vikingi mánudaginn 17. mars - 12.3.2014

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Víking og hefst kl. 19:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk.  Lesa meira
 
Grindavík

Unglingadómaranámskeið hjá Grindavík mánudaginn 17. mars - 12.3.2014

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Knattspyrnudeild UMFG og hefst kl. 20:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem verða 15 ára á almanaksárinu og eldri. Lesa meira
 

Knattspyrnulögin 2013 - 2014 - 11.3.2014

Knattspyrnulögin 2013 - 2014 eru nú aðgengileg hér á heimasíðunni í íslenskri þýðingu.  Alþjóðanefndin (IFAB) kom saman 1. mars síðastliðinn og voru engar efnislegar breytingar gerðar á lögunum heldur var eingöngu um smávægilegar breytingar á texta laganna. Lesa meira
 
Frosti Viðar Gunnarsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson

Frosti og Gunnar á aðstoðardómararáðstefnu UEFA - 11.3.2014

FIFA aðstoðardómararnir, Frosti Viðar Gunnarsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson, eru þessa dagana staddir í Lissabon í Portúgal þar sem þeir sitja UEFA ráðstefnu fyrir aðstoðardómara. Þetta er í fyrsta sinn sem UEFA heldur slíka ráðstefnu sem einblínir eingöngu á aðstoðardómara. Lesa meira
 Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög