Dómaramál

Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Bríet, Birna og Rúna dæma á La Manga - 27.2.2014

Bríet Bragadóttir dómari og aðstoðardómararnir Birna Bergstað Þórmundsdóttir og Rúna Kristín Stefánsdóttir, munu dæma á æfingamóti U23 landsliða kvenna.  Mótið verður á La Manga í umsjón norska knattspyrusambandsins og hefst nú í byrjun mars. Lesa meira
 

Landsdómararáðstefna fer fram um helgina í höfuðstöðvum KSÍ - 26.2.2014

Um komandi helgi fer fram hin árlega landsdómararáðstefna KSÍ en þar hittast landsdómarar til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil. Að venju er fenginn gestafyrirlesari erlendis frá og að þessu sinni er það Juan Antonio Fernandez Marin, fyrrum FIFA dómari frá Spáni, sem verður gestur ráðstefnunnar.

Lesa meira
 
ÍA

Unglingadómaranámskeið hjá ÍA mánudaginn 3. mars - 26.2.2014

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við ÍA og hefst kl. 17:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. Lesa meira
 
Þróttur

Unglingadómaranámskeið á Neskaupstað fimmtudaginn 13. febrúar - 6.2.2014

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Þrótt Neskaupstað og hefst kl. 18:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn og félagar dæma á Copa del Sol - 4.2.2014

Þrír íslenskir dómarar eru nú við störf á Copa del Sol þar sem þeir dæma á æfingamóti þessa dagana í boði norska knattspyrnusambandsins.  Þetta er dómarinn Kristinn Jakobsson og aðstoðardómararnir, Gunnar Sverrir Gunnarsson og Gylfi Már Sigurðsson

Lesa meira
 Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög