Dómaramál

Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Króatíu - 25.11.2013

Kristinn Jakobsson dæmir leik HNK Rijeka frá Króatíu og Vitória frá Portúgal í Evrópudeild UEFA, fimmtudaginn 28. nóvember, en leikið verður í Króatíu. Aðstoðardómarar Kristins verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Áskell Þór Gíslason og fjórði dómari verður Sigurður Óli Þorleifsson. Aukaaðstoðardómarar verða þeir Þóroddur Hjaltalín og Þorvaldur Árnason.

Lesa meira
 
Gunnar Jarl Jónsson

Gunnar Jarl dæmir í Englandi - 18.11.2013

Gunnar Jarl Jónsson mun dæma leik Englands og San Marínó í undankeppni EM U21 karla en leikið verður í Shrewsbury, þriðjudaginn 19. nóvember. Gunnari til aðstoðar verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Birkir Sigurðarson og fjórði dómari verður Erlendur Eiríksson. Lesa meira
 
Alberto Undiano Mallenco

Spænskir dómarar á Ísland - Króatía á föstudaginn - 12.11.2013

Það verða spænskir dómarar sem verða við stjórnvölinn á leik Íslands og Króatíu, fyrri umspilsleik um laust sæti á HM í Brasilíu.  Dómarinn heitir Alberto Undiano og honum til aðstoðar verða þeir Raúl Cabanero og Roberto Diaz.  Fjórði dómari er svo Carlos Clos Gomez.

Lesa meira
 

Landsdómararáðstefna fór fram laugardaginn 2. nóvember - 4.11.2013

Landsdómarar KSÍ hittust laugardaginn 2. nóvember, fóru yfir nýliðið keppnistímabil og hófu undirbúninginn fyrir það næsta.  Ýmsir fyrirlestrar voru haldnir sem og farið var yfir æfingar vetrarins hjá dómurum.  Skoðaðar voru innlendar og erlendar klippur og gengust dómarar undir próf úr því efni.

Lesa meira
 
Gunnar Jarl Jónsson

Gunnar Jarl dæmir í Basel - 4.11.2013

Gunnar Jarl Jónsson mun dæma leik Basel og Steua Bukarest í Meistaradeild ungmenna sem UEFA heldur samhliða Meistaradeild UEFA.  Þar mætast ungmennalið sömu félaga og mætast í Meistaradeildinni sjálfri.  Leikið verður í Basel, miðvikudaginn 6. nóvember.

Lesa meira
 Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög