Dómaramál

Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Swansea - 22.10.2013

Kristinn Jakobsson mun á fimmtudaginn, dæma leik Swansea og Kuban Krasnodar frá Rússlandi í Evrópudeild UEFA, fimmtudaginn 24. október.  Aðstoðardómarar Kristins verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Áskell Þór Gíslason og fjórði dómari verður Gunnar Sverrir Gunnarsson.  Aukaaðstoðardómarar verða þeir Þóroddur Hjaltalín og Gunnar Jarl Jónsson. 

Lesa meira
 
Þóroddur Hjaltalín

Þóroddur dæmir á Möltu - 11.10.2013

Þóroddur Hjaltalín dæmir leik Möltu og Grikklands í undankeppni EM hjá U21 karla en leikið verður þriðjudaginn 15. október. Þóroddi til aðstoðar verða þeir Áskell Þór Gíslason og Gylfi Már Sigurðsson og fjórði dómari verður Vilhjálmur Alvar Þórarinsson. Lesa meira
 
Guðmundur Ársæll Guðmundsson

Guðmundur Ársæll dæmir í Wales - 10.10.2013

Guðmundur Ársæll Guðmundsson mun á laugardaginn dæma leik Rhyl og New Saints í velsku úrvalsdeildinni.  Þetta er verkefni er hluti af samstarfi knattspyrnusambanda Íslands og Wales en í sumar dæmdi Kris Hames frá Wales, leik Breiðabliks og Fylkis í Pepsi-deild karla. Lesa meira
 
István Vad

Ungverskir dómarar á leik Íslands og Kýpur - 9.10.2013

Það verða ungverskir dómarar sem munu dæma leik Íslands og Kýpur í undankeppni HM sem fram fer á Laugardalsvelli, föstudaginn 11. október kl. 18:45. Það verður István Vad sem dæmir leikinn en honum til aðstoðar verða þeir István Norbert Albert og Zsolt Attila Szpisják. Fjórði dómari verður Tamás Bognár.

Lesa meira
 
Þóroddur Hjaltalín

Þóroddur fjórði dómari á leik Litháens og Lettlands - 9.10.2013

Þóroddur Hjaltalín verður fjórði dómari á leik Litháens og Lettlands í undankeppni HM sem fram fer í Vilníus, 11. október. Þóroddur starfar þar með færeyskum dómurum en það er Petur Reinert sem dæmir leikinn og honum til aðstoðar verða þeir Regin Egholm og Jan A Líðarenda. Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

Gunnar Jarl og Birkir að störfum í Rússlandi - 7.10.2013

Gunnar Jarl Jónsson og Birkir Sigurðarson verða að störfum í Rússlandi næstu daga en þar fer fram undankeppni EM U19 karla. Leikið verður í Kazan en auk heimamanna leika þarna Úkraína, Malta og Eistland. Leikið verður dagana 10. - 15. október. Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

Þorvaldur og Gylfi að störfum í Serbíu - 3.10.2013

Þorvaldur Árnason og Gylfi Már Sigurðsson eru að störfum þessa dagana í Serbíu þar sem þeir dæma í undankeppni EM hjá U17 karla.  Leikið er í höfuðborginni Belgrad en ásamt heimamönnum leika þarna Grikkland, Eistland og Andorra. Lesa meira
 Dómaramál
Aðildarfélög
Aðildarfélög